Sennilega eigum við núna bestu ríkisstjórn frá stríðslokum og verstu stjórnarandstöðu frá landnámi. það fer hrollur um flesta þegar hún tekur til máls. Hreyfingin er þó með áhugaverð sjónarmið á köflum. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er með þrautseigju og þolinmæði að snúa erfiðu tafli við. Íslendingar eru nú á leið upp úr kreppunni les ég í breskum blöðum. Icesave er að leysast farsællega. Umfangsmiklar rannsóknir standa yfir á fjársvikum. Það er sama hvar borið er niður. Þrautsegja og hugrekki einkenna stjórnarfarið. Lilja Mósesdóttir, Ásmundur Daði og Atli Gíslason hljóta að sitja hjá við fjárlög í samráði við forystu flokks síns til þess að halda í óánægjufylgi. Engin félagslega gáfuð manneskja færi að skerast úr leik þegar fyrsta vinstri stjórn lýðveldisins er að ná markverðum árangri við hrollvekjandi aðstæður og stöðugt niðurtal sem sennilega á rætur sínar ekki síst í því að forsætisráðherrann er kona.
„Já Baldur, þú ert alveg einstaklega „félagslega gáfuð manneskja“ og stórkostlegur pólitískur brandarakall. Kanntu fleiri svona gáfaða pólitíska brandara? “
Þessi ummæli vegna þíns góða pistils og innihaldsríka- segja mikið um hversu sannur hann er…. Flestar lykiltölur í þjóðarbúskapnum eru á uppleið
Og nú hefur samninganefnd allra flokka undur forystu Lee Buchseit -hins reynda manns í alþjóðasamningum-komið raunhæfum og góðum samningi í Icesave deilunni til Alþingis…
Góður Baldur
„Besta ríkisstjórn frá stríðslokum“ ætlaði að troða ofan í kokið á Íslendingum versta samningi frá Gamla sáttmála og ríkisklerkurinn Baldur Kristjánsson veldur ekki vatni sínu yfir þessu.
Þú hlýtur að vera að grínast.
Er Baggalútur farinn að blogga?