Sennilega eigum við núna bestu ríkisstjórn frá stríðslokum og verstu stjórnarandstöðu frá landnámi. það fer hrollur um flesta þegar hún tekur til máls. Hreyfingin er þó með áhugaverð sjónarmið á köflum. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er með þrautseigju og þolinmæði að snúa erfiðu tafli við. Íslendingar eru nú á leið upp úr kreppunni les ég í breskum blöðum. Icesave er að leysast farsællega. Umfangsmiklar rannsóknir standa yfir á fjársvikum. Það er sama hvar borið er niður. Þrautsegja og hugrekki einkenna stjórnarfarið. Lilja Mósesdóttir, Ásmundur Daði og Atli Gíslason hljóta að sitja hjá við fjárlög í samráði við forystu flokks síns til þess að halda í óánægjufylgi. Engin félagslega gáfuð manneskja færi að skerast úr leik þegar fyrsta vinstri stjórn lýðveldisins er að ná markverðum árangri við hrollvekjandi aðstæður og stöðugt niðurtal sem sennilega á rætur sínar ekki síst í því að forsætisráðherrann er kona.
Tryggvi Þór, „sessunautur“ þinn reiknar 47 milljarða 2016. Ég treysti honum til að reikna rétt. Krefst afsagnar ríkisstjórnar fyrir „Svavarssamninginn“. Ekki veit ég en kannski var sá samningur forsenda þess að þessi náðist?
En 47 milljarðar finnst mér of mikið fyrir afglöp, vangá og nú að því er virðist afbrot undir ríkisstjórn háttvirts ráðgafa og nú þingmanni þess flokks sem leiddi.
Láttu ekki náhirðina svekkja þig kæri Baldur. Nú kemur þetta.
Það hefur engin önnur ríkisstjórn staðið frammi fyrir jarn erfiðu verkefni og þessi. Það var augljóst í upphafi að engin stjórn myndi geta komið sínum draumaverkefnum á koppinn við þessar aðstæður og auðvitað þarf að taka óvinsælar ákvarðanir.
Stjórnin hefur unnið þrekvirki sem stjórnarandstaðan treysti sér ekki
til ! Hún (stjórnin) lengi lifi.