Lútherskur prestur er kallaður öfgasinni fyrir það að lýsa yfir ánægju með ríkisstjórn lands síns. Miðaldra karlar skrifa óhróður undir stelpunöfnum. Prestar mega ekki hafa skoðanir. Þeir mega samt örugglega vera í flokksráðum eða á flokkslínum, en þeir mega ekki hafa skoðanir. Samræmdur nafnlaus áróður virðist stundaður gegn mönnum. Á netinu eru menn ekki að tjá skoðanir sínar heldur þar til að traðka á skoðunum annarra. Þeir óttast skoðanir annarra. Þeir elska völd. Svona Ísland viljum við ekki. Sameinumst um að fyrirlíta nafnlausan óhróður, sérílagi skipulegan nafnlausan óhróður.
Lygar starfsfélaga þinna í kirkjunni eru þá væntanlega í lagi af því að þeir skrifa undir nafni? Sbr. biskupsfulltrúa.
Óli:
Kirkjunnar menn ljúga ekki. Menn eiga að vanda tjáningu sína.
Við þurfum meira á siðaboðum kirkjunnar að halda nú en áður. Það skapar stöðugleika og betra mannlíf.
Þetta eru góðar áminningar hjá Baldri og tímabærar.
Ég held að það sé ekki rétt hjá þér að prestar megi ekki hafa skoðanir. Þeir mega hafa skoðanir, en það verða bara að vera “réttar” skoðanir. Ef Hannes Hólmsteinn, t.d., væri prestur og sletti úr koppi sínum úr predikunarstólnum hefði Náhirðin (stundum einnig kölluð Skrímsladeildin) ekkert við það að athuga. Þvert á móti þætti það afar snjallt og yrði endurtekið á AMX, ýmsum bloggsíðum og jafnvel í Mbl.
Annars mátt þú vel við una. Yfirleitt er það vænsta fólk, gáfað og réttsýnt, sem verður fyrir þessum árásum og ekki amalegt að komast í þann hóp.
Óli Gneisti minn! Kv. B