Lútherskur prestur er kallaður öfgasinni fyrir það að lýsa yfir ánægju með ríkisstjórn lands síns. Miðaldra karlar skrifa óhróður undir stelpunöfnum. Prestar mega ekki hafa skoðanir. Þeir mega samt örugglega vera í flokksráðum eða á flokkslínum, en þeir mega ekki hafa skoðanir. Samræmdur nafnlaus áróður virðist stundaður gegn mönnum. Á netinu eru menn ekki að tjá skoðanir sínar heldur þar til að traðka á skoðunum annarra. Þeir óttast skoðanir annarra. Þeir elska völd. Svona Ísland viljum við ekki. Sameinumst um að fyrirlíta nafnlausan óhróður, sérílagi skipulegan nafnlausan óhróður.
Þetta er allt rétt hjá þér Baldur.
Eyjan ber mikla ábyrgð því hún heimilar þetta nafnleysi og um leið þöggun.
Það er oft og mikið búið að benda á að þetta skaðar alla vitræna umræðu meira en hitt og leiðir til þöggunar.
Egill Helga telur þetta samt gera meira gagn en skaða og þar er ég honum ósammála.
AMX og skrýmsladeildin gerir út á þennan galla. Svona lagað þrýfst til dæmis ekki á Facebook, Pressunni, DV, eða visir.is
Taktu þetta verðuga mál upp við ritstjóra og eigendur Eyjunnar.
Gangi þér vel.
Fullt nafn er eini þröskuldurinn sem dugar. Sumir halda skítkastinu áfram en verða þá að sóða sjálfa sig út við verkið!
Tjáningar á bloggi eru að því leiti öðruvísi en messur eða blaðagreinar að þær eru sérhannaðar til að kalla eftir viðbrögðum frá þeim sem þær lesa án mikillar umhugsunar og án félagslegs kostnaðar fyri viðkomandi. Vilji maður ekki taka þátt í slíkum umræðum ætti maður að finna sér annan umræðuvettvang því þetta er höfuðeinkenni bloggsins og verður ekki numið burtu frá blogginu án þess að hætta að vera blog.
http://xkcd.com/386/
Ekki taka mark á öllu þessu bulli. Láttu eins og það sé ekki þarna, hundsun er dýpsta móðgun sem þú getur beitt aðra manneskju og langbesta vopnið gegn hrekkjusvínum, jafnt í grunnskóla og annarsstaðar.