Föstudagur 17.12.2010 - 09:35 - Lokað fyrir ummæli

Ríkisstjórninni hrósað!

Enn skal ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hrósað.  Það er mín skoðun að þessi ríkisstjórn eigi eftir að fara inn í söguna sem einhver sú albesta sem við höfum haft. Tekur við versta búi sem nokkur ríkisstjórn hefur tekið við. Hér stefnir nú allt í rétta átt. Atvinnuleysi minna en spáð var. Hagvöxtur meiri.  Skuldir minnka hraðar en búist var við.  Þrjátíu og tveggja manna meirihluti virðist ætla að standa bærilega saman.  Þessari fyrstu vinstri stjórn lýðveldisins virðist ætla að takast það ætlunarverk sitt að leiða þjóðina upp úr kreppunni.  Stjórnarandstaðan er bitllítil enda stutt um liðið frá Hruninu mikla.  Eina ógnin er fólkið yzt til vinstri í VG.  Það er gott að geta hrósað ríkisstjórninni.  Það mættu fleiri gera – venja sig af öfgum og nöldri. En auðvitað er þetta erfitt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (27)

  • Það er rétt hjá Baldri að það á að hrósa ríkisstjórninni fyrir það sem hún gerir vel.

    ég ætla að hrósa stjórninni og þó sérstaklega forsætisráðherra og fjármálaráðherra fyrir að innleiða hér stjórnmál spunameistaranna og tittlingaskítsins.

  • Upplýst hefur verið á Alþingi að Samfylkingin heldur úti starfsemi sem heitir „Rauði þráðurinn“. Starfsemin gengur út á það að senda skilaboð í tölvupósti á tiltekna áróðursmeistara flokksins og bloggara sem og aðdáendur flokksins með fyrirmælum um að nú skuli bloggararnir einbeita sér að tilteknum málefnum t.d. hæla Jóhönnu Sigurðardóttur, hæla ríkisstjórninni eða níða skóinn af andstæðingunum. Ætli Baldur sé á listanum sem fær “ rauða þráðinn“ frá forystu Samfylkingarinnar ?

  • Baldur Kristjánsson

    Heiða mín: Ég þarf engan Rauðan þráð. Ég skrifa það sem mér finnst á minni heimasíðu og er kurteis ef ég fer inn á síður annarra. Þá skrifa ég alltaf undir fullu nafni. Hvortveggja af því að ég er vel upp alinn. B.Kv. Baldur

Höfundur