Enn skal ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hrósað. Það er mín skoðun að þessi ríkisstjórn eigi eftir að fara inn í söguna sem einhver sú albesta sem við höfum haft. Tekur við versta búi sem nokkur ríkisstjórn hefur tekið við. Hér stefnir nú allt í rétta átt. Atvinnuleysi minna en spáð var. Hagvöxtur meiri. Skuldir minnka hraðar en búist var við. Þrjátíu og tveggja manna meirihluti virðist ætla að standa bærilega saman. Þessari fyrstu vinstri stjórn lýðveldisins virðist ætla að takast það ætlunarverk sitt að leiða þjóðina upp úr kreppunni. Stjórnarandstaðan er bitllítil enda stutt um liðið frá Hruninu mikla. Eina ógnin er fólkið yzt til vinstri í VG. Það er gott að geta hrósað ríkisstjórninni. Það mættu fleiri gera – venja sig af öfgum og nöldri. En auðvitað er þetta erfitt.
Sammála.
Tek undir þetta. Góður pistill
Það er greinilegt að þú hefur trú á fleiru en guði Baldur og sennilega jafn blindur á bæði.
Er ekki fullsnemmt að fullyrða svona?
En hafa þeir ekkert gert í sambandið við bankaleynd, ekkert gert í sambandi við draugafélögin sem allar skuldir eru settar inn í.
Og annað sem hefur gerst eins og atvinnluleysi minna en búist var við? hvernig getur þú þakkað ríkisstjórninni fyrir það?
Það er ekki hærri skattar sem skapa meiri hagvöxt, væri ekki nær að þakka skilanefndum bankanna fyrir minna atvinnuleysi og meiri hagvöxt þar sem það eru nú þeir sem díla við fyrirtækinn?
Og ef það er orðið ógn eins og þú segir að menn fari eftir sinni réttlætiskennd og skoðunum, sæmir það presti að segja svona?
Ég er hreinlega ekki enn búin að ákveða hvort þessi ríkisstjorn sé góð eða slæm það er bara ekki komin reynsla á það ennþá, en ég veit að mér finnst þeir bitlausir gagnvart þeim sem komu öllu í bál og brand og reyna ekki að koma í veg fyrir áframhaldandi spillingu.
Og skilanefndirnar fara þar fremst í flokki.
En það er gott ef þú getur séð björtu hliðarnar á helvíti.