Enn skal ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hrósað. Það er mín skoðun að þessi ríkisstjórn eigi eftir að fara inn í söguna sem einhver sú albesta sem við höfum haft. Tekur við versta búi sem nokkur ríkisstjórn hefur tekið við. Hér stefnir nú allt í rétta átt. Atvinnuleysi minna en spáð var. Hagvöxtur meiri. Skuldir minnka hraðar en búist var við. Þrjátíu og tveggja manna meirihluti virðist ætla að standa bærilega saman. Þessari fyrstu vinstri stjórn lýðveldisins virðist ætla að takast það ætlunarverk sitt að leiða þjóðina upp úr kreppunni. Stjórnarandstaðan er bitllítil enda stutt um liðið frá Hruninu mikla. Eina ógnin er fólkið yzt til vinstri í VG. Það er gott að geta hrósað ríkisstjórninni. Það mættu fleiri gera – venja sig af öfgum og nöldri. En auðvitað er þetta erfitt.
Sammála hverju orði !
Mæl þú manna heilastur. Okkur miðar í rétta átt og ber að þakka þeim sem hafa ekki látið harða aðsókn gömlu hrunflokkanna og skiljanlega reiði og vonbrigði almennings draga úr sér kjark . Mikið væri þetta bjartur dagur ef Bjarni Ben og Sigmundur Davíð tækju undir með þér af heilum hug.
Allt satt og rétt hjá góðum kennimanni. Hann hefur skilning á mannlegu eðli.
„Tók við“. Samfylking tók ekki við einu eða neinu, hún hélt bara áfram. Þessi eilífi söngur um að samfylking hafi þurft að sópa upp eftir einhvern eða einhverja er líklega ein mesta sögufölsun síðari tíma. Samfylking er búin að sitja í ríkisstjórn síðan í maí 2007, og þar af leiðandi búin að sitja eit og hálft ár fyrir hrun, og síðan rúm tvö ár eftir hrun. Samfylking er því fyrir/eftir hrun flokkurinn.
Síðan má heldur ekki gleyma að samfylking leiddi stjórn borgarinnar í áratug fyrir hrunið. Það er ígildi ráðherraembættis að fara með stjórn Reykjavíkurborgar.
Það er alveg að koma tími á að fólk átti sig á að samfylking hafði mikilli ábyrgð að gegna, sem flokkurinn fór illa með. Veitandi alls kyns fáránleg verðlaun til þeirra sem settu landið á hausinn sbr. verðlaun Björgvins G. Sigurðssonar fyrir vel heppnaða ársskýrslu Landsbankans fyrir árið 2007, sömu ársskýrslu og núna er mikið til umræðu fyrir ömurleg vinnubrögð.