Enn skal ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hrósað. Það er mín skoðun að þessi ríkisstjórn eigi eftir að fara inn í söguna sem einhver sú albesta sem við höfum haft. Tekur við versta búi sem nokkur ríkisstjórn hefur tekið við. Hér stefnir nú allt í rétta átt. Atvinnuleysi minna en spáð var. Hagvöxtur meiri. Skuldir minnka hraðar en búist var við. Þrjátíu og tveggja manna meirihluti virðist ætla að standa bærilega saman. Þessari fyrstu vinstri stjórn lýðveldisins virðist ætla að takast það ætlunarverk sitt að leiða þjóðina upp úr kreppunni. Stjórnarandstaðan er bitllítil enda stutt um liðið frá Hruninu mikla. Eina ógnin er fólkið yzt til vinstri í VG. Það er gott að geta hrósað ríkisstjórninni. Það mættu fleiri gera – venja sig af öfgum og nöldri. En auðvitað er þetta erfitt.
Þetta er hárrétt hjá Baldri.
Tek heilshugar undir hrós til ríkisstjórnarinnar.
Á þetta að vera brandari hjá þér, Baldur?
Það liggur við að maður spyrji hvort að þú hafir verið allsgáður þegar þú skrifaðir þetta?
Það er akkúrat ekkert jákvætt í píbunum hjá þessari ríkisstjórn.
Það eina sem er örugg hjá þessari vesælu ríkisstjórn eru hærri skattar og álögur, og meiri niðurskurður.
Og það sem verra er, þetta eru ekki neinar bráðabirgðaaðgerðir, þessar skattahækkanir og niðurskurður eru VARANLEGAR fái þessi ríkisstjórn brautargengi inn í framtíðin.
Og ég tel að sá árangur sem þó hafi náðst í efnahagsmálum, sé ekki ríkisstjórninni að þakka.
Atvinnuleysi er enn mjög hátt og það er ekkert sem bendir til að það muni minnka næstu árin, enda er ekkert verið að greiða fyrir neinni atvinnuuppbyggingu hér á landi, þvert á móti eru erlendir fjárfestar hraktir í burtu frá landinu með fjandsamlegu viðmóti ríkisstjórnarinnar.
Verðbólgan lækkar einfaldlega vegna þessa að fólk hefur ekki efni á að versla eins mikið og áður.
Það hefur aldrei tekist að skattleggja þjóðir út úr efnahagsvanda. Þessari ríkisstjórn mun mistakast að afsanna það.
Það versta sem komið hefur fyrir Ísland er að Samfylkingin hafi komist til valda. Það munu sagnaritarar framtíðarinnar vitna um.
Ps. Með fullri viðringu fyrir þér, Baldur, þá fer þér betur að tala um þín fræðasvið sem eru trúmál, heldur en að gerast sjálfskipaður spunatrúður fyrir Samfylkinguna.
Það er aumkunarvert þegar Samfylkingarfólk er að reyna að þvo Samfylkinguna af hruninu.
Samfylkignarfólk hefur staði í biðröðum við handvaskana við að reyna að þvo hrunstimpilinn af flokknum, en þetta hefur ekki tekist. Svona nokkuð er bara ekki hægt að þvo af.
Samfylkingin tók mikinn þátt í hruninu. Tók m.a. fullan þátt í útrásarvitleysunni með því að styðja við ákveðna auðmenn.
Þar að auki var fullt af lykilfólki úr Samfylkingunni sem veru persónur og leikendur í hrunbönkunum.
Samfylkingin er alltaf sama falskheitin, þykist hvergi koma nærri þegar eitthvað bjátar á, sbr. hrunið.
Bragi. þakka traustið með trúmálin. Ég gæti eflaust sagt eitthvað um þig líka en þannig komumst við ekkert! Bkv. baldur