Föstudagur 17.12.2010 - 09:35 - Lokað fyrir ummæli

Ríkisstjórninni hrósað!

Enn skal ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hrósað.  Það er mín skoðun að þessi ríkisstjórn eigi eftir að fara inn í söguna sem einhver sú albesta sem við höfum haft. Tekur við versta búi sem nokkur ríkisstjórn hefur tekið við. Hér stefnir nú allt í rétta átt. Atvinnuleysi minna en spáð var. Hagvöxtur meiri.  Skuldir minnka hraðar en búist var við.  Þrjátíu og tveggja manna meirihluti virðist ætla að standa bærilega saman.  Þessari fyrstu vinstri stjórn lýðveldisins virðist ætla að takast það ætlunarverk sitt að leiða þjóðina upp úr kreppunni.  Stjórnarandstaðan er bitllítil enda stutt um liðið frá Hruninu mikla.  Eina ógnin er fólkið yzt til vinstri í VG.  Það er gott að geta hrósað ríkisstjórninni.  Það mættu fleiri gera – venja sig af öfgum og nöldri. En auðvitað er þetta erfitt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (27)

  • Þetta er fyndnasta blogg ársins og í raun gæti Rúv bara skorið niður skaupið í ár og látið lesa þetta blogg upp á gömlu gufunni. Baldur ég bið Guð svo innilega að blessa þig.
    “ Það er mín skoðun að þessi ríkisstjórn eigi eftir að fara inn í söguna sem einhver sú albesta sem við höfum haft. Tekur við versta búi sem nokkur ríkisstjórn hefur tekið við. Hér stefnir nú allt í rétta átt.“

    Jólin eru komin og Baldur þú sannarlega bjargaðir mér úr þunglyndi hehehehe LOL

  • Landsframleiðslan dróst saman um 5,5% fyrstu níu mánuði ársins.

  • Baldur Kristjánsson

    Gunnar! Það er gaman að heyra þig hlæja. Þú hlærð svo skemmtilega og fallega. Hefur einhver sagt þetta við þig áður? Kv. baldur

  • Já margoft ég verð samt að viðurkenna að eftir lestur þessa pistils hlæ ég mun meira og lengur en venjulega. Hef verið að senda pistilinn hingað og þangað og viðbrögðin eru öll á sömu línunni…….“ þetta hlýtur að vera eitthvað prestagrín:)“?

    Ég bara vissi ekki að þú ættir þetta til að vera svona meinfyndinn. Ég mun hér eftir setja þig í topp 5 listann hjá mér yfir fyndnustu bloggarana.

    „Hér stefnir nú allt í rétta átt“

    Gleðileg Jól og Guð blessi þig.

Höfundur