Enn skal ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hrósað. Það er mín skoðun að þessi ríkisstjórn eigi eftir að fara inn í söguna sem einhver sú albesta sem við höfum haft. Tekur við versta búi sem nokkur ríkisstjórn hefur tekið við. Hér stefnir nú allt í rétta átt. Atvinnuleysi minna en spáð var. Hagvöxtur meiri. Skuldir minnka hraðar en búist var við. Þrjátíu og tveggja manna meirihluti virðist ætla að standa bærilega saman. Þessari fyrstu vinstri stjórn lýðveldisins virðist ætla að takast það ætlunarverk sitt að leiða þjóðina upp úr kreppunni. Stjórnarandstaðan er bitllítil enda stutt um liðið frá Hruninu mikla. Eina ógnin er fólkið yzt til vinstri í VG. Það er gott að geta hrósað ríkisstjórninni. Það mættu fleiri gera – venja sig af öfgum og nöldri. En auðvitað er þetta erfitt.
„Mikil er trú þín, kona!“ segi ég og á við alla þá „blautu drauma“ sem ríkisklerkurinn upplifir ítrekað vegna verka núverandi ríkisstjórnar og básúnar dásemdinni út til pöpulsins, líkt og Kross-Gunnar í ham.
Minnst er á að Samfylkingin kannist ekkert við aðild sína að hruninu – með stjórnarþátttöku frá vorinu 2007 og fram til loka janúsr 2009.
Þetta er bara rangt.
Samfylkingin hefur viðurkennt ábyrgð sína á síðustu mánuðum í aðdraganda hrunsins.
Fv. formaður Ingibjörg Sólrún hefur tekið af allan vafa þar um og beðist fyrirgefningar og iðrast.
Jóhanna forsætisráðherra sömuleiðis á flokksstjórnarfundi fyrir 2 vikum. Það vantar ekkert uppá það.
Það vantar heldur betur uppá slíkt bæði hjá Framsóknarflokki og sér í lagi Sjálfstæðisflokki. Allir sjá það… við bíðum uppgjörs á þeim bæjum….
Gunnar! Þú ert áreiðanlega alveg ágætur. Bka. baldur
…flokksdindlar hér hlægja eins og ábyrgðarlausir morfísrauparar sem nú sitja á þingi fyrir þá….