Föstudagur 17.12.2010 - 09:35 - Lokað fyrir ummæli

Ríkisstjórninni hrósað!

Enn skal ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hrósað.  Það er mín skoðun að þessi ríkisstjórn eigi eftir að fara inn í söguna sem einhver sú albesta sem við höfum haft. Tekur við versta búi sem nokkur ríkisstjórn hefur tekið við. Hér stefnir nú allt í rétta átt. Atvinnuleysi minna en spáð var. Hagvöxtur meiri.  Skuldir minnka hraðar en búist var við.  Þrjátíu og tveggja manna meirihluti virðist ætla að standa bærilega saman.  Þessari fyrstu vinstri stjórn lýðveldisins virðist ætla að takast það ætlunarverk sitt að leiða þjóðina upp úr kreppunni.  Stjórnarandstaðan er bitllítil enda stutt um liðið frá Hruninu mikla.  Eina ógnin er fólkið yzt til vinstri í VG.  Það er gott að geta hrósað ríkisstjórninni.  Það mættu fleiri gera – venja sig af öfgum og nöldri. En auðvitað er þetta erfitt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (27)

  • Stefán Böðvarsson

    Kominn tími til að þeir sem vinna óþrifaverkin séu metnir að verðleikum, jafnvel þótt reikningurinn verði stór, enda um mikinn skít og mörg skúmaskot að ræða, og, vel að merkja: það er mestan part verið að moka skít annarra.

  • Góður þessi. Var þetta ekki annars grín Baldur ?

    Ríkisstjórnin hefur hækkað skatta og búið til nýja skatta. Lagt inn umsókn að ESB í óþökk þjóðarinnar. Leyft hér bankamönnunum og útrásartrúðunum að vaða uppi eftir hrunið þrátt fyrir að vera með allt niðrum sig, fá skattaafslátt sumir og ég veit ekki hvað og hvað.

    Stórfurðuleg bloggfærsla.

  • Ekki má gleyma milljarðaafskriftunum.

    Nokkrir jakkafataklæddir menn og fyrirtæki þeirra hafa fengið hátt í það sem þarf að fella niður (óinnheimtanlegt) hjá heimilunum í landinu.
    Þrátt fyrir að þessir sömu jakkafataklæddu menn eigi önnur fyrirtæki og fjármuni, bara í öðrum fyrirtækjum og tortolareikningum?

    Nei þessi ríkisstjórn lofaði skjaldborg um heimilin fyrir síðustu kosningar en um leið og búið var að telja upp úr kössunum var farið í að byggja skjaldborg um „rétta fólkið“. Sauðsvartur almúginn var því miður ekki í þeim hópi.

    Og svona ríkisjötuprestar dásama og blessa þessa ómögulega ríkisstjórn í bak og fyrir.

    Sorglegt.

  • Erlingur Sigurðarson

    Hafðu þökk fyrir orð þín, Baldur. Stjórnin er að vinna stórvirki. En Mósesdóttur siðalögmálið er strangt og einsýnt og gerir öllum erfitt fyrir. Væri ekki ráð að biðja fyrir henni? Ætli það veiti af.

Höfundur