Ég hef í tvígang hrósað ríkisstjórninni sem ég tel að standi sig mjög vel við að vinna úr þeim ósköpum sem voru á borðum þegar hún tók við. Sumir verða ofsareiðir og virðast á þeirri skoðun að ríkisstjórnin sé slæm. Oft eru þetta ungmenni alin upp í ást á flokki og trúa því sem forustumenn þeirra flokka segja sem forystumenn stjórnarandstöðu. En nú er komið að því að hrósa þingmönnum yfirhöfuð. Þingmenn eru yfirleitt yfir meðallagi í greind og dugnaði og leggja sig alla fram í þágu lands og lýðs. Sumir eru flokksblindari en aðrir, enn aðrir þverhausar að upplagi, en allir eru að reyna að gera sitt besta. Þeir vinna flestir heil ósköp í þágu lands og þjóðar. Á þeim hvílir sú erfiða skylda að láta stöðugt til sín taka og líf þeirra allt er undir smásjá. Sem sagt jólakveðja til þingmanna og þeir geta alltaf komið hingað þurfi þeir að létta á sér. Hvar í flokki sem þeir standa.
HINGAÐ hvert?
Eiga þau að koma í skriftatíma til ríkisklerkisins; svo hann geti lesið upp úr stefnuskrá Samfylkingarinnar fyrir þau?
Má ekki biðja ríkisrekna klerkinn um að birta fyrir okkur, pöpulinn, einkunnalista hans um þingmenn í stafrófsröð?
Hverjir eru „yfirleitt yfir meðallagi í greind og dugnaði“? Hverjir eru „flokksblindari en aðrir“? Hverjir eru „þverhausar að upplagi“?
Skelfing er thetta skapstirdur Halldor!