Ég hef í tvígang hrósað ríkisstjórninni sem ég tel að standi sig mjög vel við að vinna úr þeim ósköpum sem voru á borðum þegar hún tók við. Sumir verða ofsareiðir og virðast á þeirri skoðun að ríkisstjórnin sé slæm. Oft eru þetta ungmenni alin upp í ást á flokki og trúa því sem forustumenn þeirra flokka segja sem forystumenn stjórnarandstöðu. En nú er komið að því að hrósa þingmönnum yfirhöfuð. Þingmenn eru yfirleitt yfir meðallagi í greind og dugnaði og leggja sig alla fram í þágu lands og lýðs. Sumir eru flokksblindari en aðrir, enn aðrir þverhausar að upplagi, en allir eru að reyna að gera sitt besta. Þeir vinna flestir heil ósköp í þágu lands og þjóðar. Á þeim hvílir sú erfiða skylda að láta stöðugt til sín taka og líf þeirra allt er undir smásjá. Sem sagt jólakveðja til þingmanna og þeir geta alltaf komið hingað þurfi þeir að létta á sér. Hvar í flokki sem þeir standa.
Hjartnær hugvekja Baldur !
Hjartnæm hugvekja Baldur !
Er hún ekki helst ætluð þingmönnum stjórnarflokkanna ??
Spurt er, vegna fyrirsagnarinnar.
Þú mannst Baldur minn góður:
“ Komið til mín allir þér sem erfiði og þunga eruð hlaðnir – og ég mun veita yður HVÍLD“.
Engir eru meira þurfandi í dag fyrir hvíld en stjórnarþingmennirnir – helst VARANLEGA !
í þágu lands og lýðs? Nei, það er verið að vinna í þágu Hollendinga og Breta og ESB gegn þjóðinni!
Ég ætla að hrósa þér fyrir að hrósa öðrum en í guðanna bænum sparaðu hrósin til verstu Ríkisstjórnar Lýðveldisins. Ég held þú skiljir ekki hvað þessar breytingar á skattkerfinu eru mikið eyðileggingarafl. Við verðum í langri kreppu því miður en ég skal hrósa þér aftur þegar þú fattar hvers konar klerkastjórn hefur verið hér að stjórna síðastliðin 2 ár.