Þriðjudagur 21.12.2010 - 10:50 - Lokað fyrir ummæli

Leikskólakirkjuferð á aðventunni

Leikskólinn er að koma í Kirkjuheimsókn.  Að frumkvæði leikskólans. Þetta hefur gengið svona fyrir sig síðan ég kom hér. Leikskólinn kemur á aðventunni. Ég spjalla við krakkana í svona tuttugu mínútur, síðan syngjum við nokkur lög. Við kunnum marga sameiginlega söngva, mörg hafa verið í sunnudagaskólanum, önnur lög eru úr sameiginlegum jóla eða aðventuarfi þjóðarinnar.  Fimmtungur til fjórðungur barnanna eru af erlendu bergi brotin. Sum þeirra hafa sótt kirkju.  Foreldrar þeirra eru kaþólskir.  Önnur eru alin upp við Allah, þarna er Hindúi og svo eru börn alin upp án trúar þ.e. foreldrarnir vilja komast hjá því að nokkrar trúarklisjur setjist að í huga barnsins.  Allt þetta er í huga prestsins þegar hann segir söguna af Jósef og Maríu og hirðunum og vitringunum og talar um jólin meginhátíðina í vestrænum kultúr.  Börnin verða að fræðast um frásagnir þessar og um jól og jólasiði og það getur verið eðlilegur liður í uppeldi og fræðslu barna að sýna þeim kirkjuhúsið og gefa þeim innsýn í það sem þar fer fram, ekki síst í aðdraganda jólanna þegar samfélagið fer á jólahvolf. Það má segja að það sé hluti af þeim samhristingi (integration) sem fram fer í fjölmenningarsamfélagi.  þetta er a.m.k. skilningur þess skólafólks sem ég hef kynni af og um leið skilningur minn, félagsfræðingsins sem fór í guðfræði.

En þetta er auðvitað vandmeðfarið eins og flest og ekki sama hvernig þetta er gert.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Andrés, ég var ekki að tala um þá kröfu vantrúar að ekki sé stundað trúboð í skólum, enda er ég sammála þvi.

    En Vantrúarmenn eru svo æstir í sínum málflutningi að manni finnst þeir oft eyðileggja góðan málstað með öfgum. Oft hef ég hugsað að þeir séu bara ekkert betri en trúmenn hvað varðar öfgafullan og æstan málflutning og það þykir mér leitt.

    Það er alveg hægt að ræða þessi mál með rökum, og rök þeirra sem eru á móti trúboði eru svo sterk að mínu mati, að þeir þurfa ekkert að ýkja þau.

    Þú misskildir mig viljandi þarna, ekki veit ég hvaða tilgangi það átti að þjóna.

  • > En Vantrúarmenn eru svo æstir í sínum málflutningi að manni finnst þeir oft eyðileggja góðan málstað með öfgum.

    Ertu til í að benda á dæmi um þetta. Erfitt að bæta sig ef maður veit ekki um hvað er verið að ræða.

  • Já, það væri gott að fá dæmi um þessa móðursýki.

    Það virðist voða sjálfsagt nefnilega að kasta þessu fram, eins og allir viti að svoleiðis sé málflutningurinn hjá Vantrú, en ég hef bara einfaldlega ekki orðið var við það, hvorki þennan stutta tíma sem ég hef verið í Vantrú, né áður en ég gekk í hana.

  • Ingólfur

    „Börnin verða að fræðast um frásagnir þessar og um jól og jólasiði og það getur verið eðlilegur liður í uppeldi og fræðslu barna að sýna þeim kirkjuhúsið og gefa þeim innsýn í það sem þar fer fram, ekki síst í aðdraganda jólanna þegar samfélagið fer á jólahvolf.“

    Þarna er ég alveg hjartanlega sammála þér. Fræðsla um jól, jólasiði og almennt helgihald er mikilvægt og það er einnig alveg tilvalið að sýna börnum kirkjubyggingar.

    En eftir stendur alltaf sú staðreynd að sumir þekkja ekki mörkin á milli fræðslu og boðun. Greinin í Fréttablaðinu á mánudag sýndi skýrt dæmi prest sem greinilega hundsar þessi mörk gróflega.

    Því er það spurning hvort rétt sé að fara með börn í kirkjuheimsóknir sem eru það ung að þau skilja ekki enn muninn á sögum og raunveruleika?

    Ég vil tryggja að trúarbragðafræðsla grunnskólabarna sé fagleg en ekki trúboðun.
    Þetta er mín skoðun og einhverjir geta kannski deilt um hana. En við hljótum öll að vera sammála um að það sé vafasamt að opinberir leikskólar leiði pínulítil börn í kirkju og láta messa yfir þeim.

    Jafnvel þó margir prestar hafi það í huga að halda boðunninni í lágmarki að þá eru aðrir sem kunna sér greinilega eingin mörk.

Höfundur