Þriðjudagur 21.12.2010 - 10:50 - Lokað fyrir ummæli

Leikskólakirkjuferð á aðventunni

Leikskólinn er að koma í Kirkjuheimsókn.  Að frumkvæði leikskólans. Þetta hefur gengið svona fyrir sig síðan ég kom hér. Leikskólinn kemur á aðventunni. Ég spjalla við krakkana í svona tuttugu mínútur, síðan syngjum við nokkur lög. Við kunnum marga sameiginlega söngva, mörg hafa verið í sunnudagaskólanum, önnur lög eru úr sameiginlegum jóla eða aðventuarfi þjóðarinnar.  Fimmtungur til fjórðungur barnanna eru af erlendu bergi brotin. Sum þeirra hafa sótt kirkju.  Foreldrar þeirra eru kaþólskir.  Önnur eru alin upp við Allah, þarna er Hindúi og svo eru börn alin upp án trúar þ.e. foreldrarnir vilja komast hjá því að nokkrar trúarklisjur setjist að í huga barnsins.  Allt þetta er í huga prestsins þegar hann segir söguna af Jósef og Maríu og hirðunum og vitringunum og talar um jólin meginhátíðina í vestrænum kultúr.  Börnin verða að fræðast um frásagnir þessar og um jól og jólasiði og það getur verið eðlilegur liður í uppeldi og fræðslu barna að sýna þeim kirkjuhúsið og gefa þeim innsýn í það sem þar fer fram, ekki síst í aðdraganda jólanna þegar samfélagið fer á jólahvolf. Það má segja að það sé hluti af þeim samhristingi (integration) sem fram fer í fjölmenningarsamfélagi.  þetta er a.m.k. skilningur þess skólafólks sem ég hef kynni af og um leið skilningur minn, félagsfræðingsins sem fór í guðfræði.

En þetta er auðvitað vandmeðfarið eins og flest og ekki sama hvernig þetta er gert.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • > „Að frumkvæði leikskólans. “

    Vísa á grein um leikskólaheimsókn og vek athygli á fyrstu athugasemdinni þar sem sagt er frá viðbrögðum sem leikskólastjóri fékk þegar hún ákvað að ekki yrði farið í kirkju um jólin.

  • Sá þessa grein! Kv. B

  • Halla Sverrisdóttir

    Því miður er mjög svo upp og ofan hversu meðvitaðir prestar eru um mismunandi uppruna og trúar/trúleysissiði barnanna – eins og fjölmörg dæmi sanna. Og gagnrýni eða athugasemdum við framkvæmd þessara heimsókna, þegar foreldrum eða stjórnendum skóla hefur þótt börnin sett í of virkt hlutverk, t.d. látin biðja eða lýsa því yfir að Jesús sé vinur þeirra/frelsari etc. (svipað og lýst er í greininni sem Baldur er að bregðast við), hefur því miður oftar en ekki verið mætt með skilningsleysi eða jafnvel pirringi. Eins og Baldur segir réttilega þá er þetta vandmeðfarið og þörfin fyrir reglugerð sprettur af því að ekki hafa allir prestar verið nægilega meðvitaðir um það hversu vandmeðfarið þetta er. Ég get ekki lagt mat á það hvað fram fer hjá Baldri og hans samstarfsfólki í hans kirkju, t.d. veit ég ekki um hvað hann spjallar – ef spjallið snýst um það að Jesús sé frelsari þeirra og þau eigi að leita til hans í öllum sínum raunum er það „spjall“ sem ég myndi flokka sem trúboð sem ég myndi ekki vilja að mitt barn sæti undir. Til þess eru sunnudagaskólar. Ég er ekki krefja Baldur um einhverja greinargerð fyrir sínum starfsháttum eða umræðuefnum, en einfaldasta lausnin er jú sú að setja einfalda reglugerð sem prestum og skólafólki ber að fylgja og sem hægt er að vísa til þegar óánægja kemur upp. Sem er nú einmitt það sem Reykjavíkurborg er að reyna að gera.

  • Kjartan Valgarðsson

    Af því ég er frekar einfaldur maður, þá er mín skoðun á þessu bara svona: Ég treysti Baldri til að gera þetta vel.

Höfundur