Sonur minn átta ára hefur farið í sund með vinum sínum allt þetta ár eða einn í sund eins og það er kallað. Nú um áramótin ganga í gildi reglur sem kveða á um 10 ára aldursmark. Skynsamlegt hjá Svandísi Svavarsdóttur – hún óttast það eins og ég að börnin fari sér að voða. Frá áramótum má sonur minn sem sagt ekki fara ,,einn“ í sund allt næsta ár, þó hann hafi elst um eitt ár á árinu svo sem vera ber, þangað til að hann verður 10 ára. Og nú er ég loksins kominn að efni pistilsins. Ef þetta hefðu verið reglur fyrir fullorðna þá hefði sennilega komið aðlögunartímabil þ.e. a.s. þeir sem voru komnir menn réttinn til að fara í sund héldu honum. Þannig hefði aldursbilið verið fært upp um eitt ár núna og annað næst. Athugull starfsmaður sundlaugar, sem er líka á því að hækka beri aldurmarkið, benti mér á að þetta væri dæmi um hugsanlega ólíka framkomu gagnvart börnum annarsvegar og fullorðnum hins vegar. Hér væri sem sagt dæmi um kerfislægan skort á virðingu gagnvart börnum að ræða. Er þetta ekki rétt athugað?
Góður pistill og yfirvegaður. Mér finnst þetta dáldið harkalegt og tek undir með Baldri og sundlaugarverðinum að það má í það minnsta ímynda sér að öðru vísi hefði verið staðið að reglugerðarbreytingu gagnvart fullorðnum.
Ég hlakka ekki til að útskýra fyrir dóttur minni hvers vegna hún geti ekki farið í sund með vinkonum sínum, eða þær borgað sig inn til að geta verið áfram í sundi eftir sundæfingu, eins og þær hafa gert síðustu mánuði. Ég var mjög hikandi að hleypa stelpunni í sund með vinkonum sínum í sumar án þess að vera í fylgd fullorðins þó reglurnar heimiluðu slíkt. Ég fylgdist meira að segja með úr fjarska í fyrstu og bað sundlaugarverði sem ég þekki að hafa sérstaklega auga með henni (sem er auðvitað dálítil frekja en mér fannst ástæða til að gera).
Og það er punktur í þessu að jafnvel þó börnin séu flugsynd geta þau lent í hættu, sérstaklega í litlum og þröngum laugum þar sem fullorðnir hafa jafnvel synt börnin niður án þess að taka eftir þeim.