Miðvikudagur 22.12.2010 - 13:14 - Lokað fyrir ummæli

Skortur á virðingu fyrir börnum?

Sonur minn átta ára hefur farið í sund með vinum sínum allt þetta ár eða einn í sund eins og það er kallað.  Nú um áramótin ganga í gildi reglur sem kveða á um 10 ára aldursmark.  Skynsamlegt hjá Svandísi Svavarsdóttur – hún óttast það eins og ég að börnin fari sér að voða.  Frá áramótum má sonur minn sem sagt ekki fara ,,einn“ í sund allt næsta ár, þó hann hafi elst um eitt ár á árinu svo sem vera ber,  þangað til að hann verður 10 ára.  Og nú er ég loksins kominn að efni pistilsins. Ef þetta hefðu verið reglur fyrir fullorðna þá hefði sennilega komið aðlögunartímabil þ.e. a.s. þeir sem voru komnir menn réttinn til að fara í sund  héldu honum.  Þannig hefði aldursbilið verið fært upp um eitt ár núna og annað næst.  Athugull starfsmaður sundlaugar, sem er líka á því að hækka beri aldurmarkið,  benti mér á að þetta væri dæmi um hugsanlega ólíka framkomu gagnvart börnum annarsvegar og fullorðnum hins vegar.  Hér væri sem sagt dæmi um kerfislægan skort á virðingu gagnvart börnum að ræða. Er þetta ekki rétt athugað?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Hárrétt athugað hjá þér.
    Ég er í sömu sporum nema minn 8 ára krakki er stúlka sem hefur nú í heilt ár farið í sund með vinkonum sínum en þarf nú að fara í fylgd með fullorðnum þar til hún verður 10 ára.

    Má yfir höfuð taka réttindi af fólki sem það hefur þegar öðlast ef ekki hefur verið talað um slíka skerðingu fyrirfram?

  • Í Bandaríkjunum þá eru svona mál ‘öfuð’ eins og kallað er. Það þykir sem sé sjálfsagt að ‘grandfather’ fólk sem missir annars réttindi sem það átti rétt á áður en reglunum var breytt. Það tíðkast hins vegar ekki á Íslandi, hvort sem það er um börn eða fullorðna að ræða.

  • Eva Hauksdottir

    Mér finnst ágætt að réttindi barna til að stofna sér í lífshættu séu afnumin, enda þótt barnið hafi áður öðlast þann rétt.

  • Tryggvi J. Heimisson

    9 ára aldurstakmark hefði verið hæfilegar skref. Þessi reglugerð er nú frekar slök og tekur ekki vel á þeim þáttum sem þarf virkilega að bæta í sundlaugum sem er sjálf öryggisgæslan, sem þyrfti að gera hærra undir höfði, þ.e.a.s. að gerðar séu meiri kröfur um menntun og þjálfun þeirra sem sjá um gæsluna. Því miður er en fólk að sinna öryggisgæslu sem getur það einfaldlega ekki.

Höfundur