Laugardagur 07.05.2011 - 15:26 - Lokað fyrir ummæli

Afturhaldsfasistatítur

Eftir komu Davíðs Oddsonar í stjórnmálin um 1980 færðist aftur mikil harka í orðræðuna af hálfu Sjálfstæðisflokksins.  Árin þar á undan höfðu miklir sjentilmennverið í farabroddi, menn eins og Geir Hallgrímsson, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Gunnar Thoroddssen, Magnús L. Sveinsson svo nokkur nöfn séu nefnd. Með komu Davíðs Oddssonar jókst harkan eins og hann hefur sjálfur lýst.  Einskis var látið ófreistað til þess að grafa undan málum, góðum sem slæmum.  Orðbragð allt varð harkalegra og hæðst var að andstæðingnum ef færi gafst.  Hætt var að skafa utan af hlutunum. Þó má kannski frekar þakka hugmyndafræðingi Davíðs, Hannesi Hólmsteini, orðbragðið sem menn fóru að nota og persónulega slúðrið sem varð alls ráðandi.  Þessir menn færðu miðjuna í íslenskum stjórnmálum langt til hægri og stigmögnuðu alla orðnotkun.  Vinstri menn svöruðu ekki fyrir sig.  Þeir voru ljúfir sem lömb, hrukku ekki við þó þeir væru kallaðir kommúnistar og landráðamenn.  Framsóknarmenn voru teiknaðir upp sem aular.

Dettur mér þetta í hug að Þráinn Bertelsson er farinn að nota nakin orð og skefur ekki utan af hlutunum. Tilgangur hans er augljós.  Að færa umræðuna til.  Jafna út kommúnistatalið.  Svo getur fólk deilt um hvort verra er að vera afturhaldskommatittur eða kommúnistadindill svo tekin séu orð úr munni foringjans eða fasistabelja svo tekið sé orð úr munni Þráins.  Þráinn hefur reyndar vinninginn.  Fasistabelja er ljótt orð og á ekki að nota um neinn. Aftuhaldsfasistatítur hefði verið betra.

Annars er það skoðun undirritaðs að menn eigi að nota falleg orð hver um annann og þá er sama hvaða málstað þeir verja í stjórnmálum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • … sticks and stones … þessi orð hrökkva af fólki eins og vatn hrekkur af gæs. Ég held að Þráni hefði verið nær að gera eins og tengdamamma hótaði eða langaði að gera þegar kvennabaráttan var í hámarki: Sveifla um sig með blautum nælonsokki í von um að hann vefðist utan um höfuð andstæðingsins og endaði í blautu klappi á smetti.

  • Jón Daníelsson

    Margt rétt í þessu hjá þér, Baldur. Samt rétt að minna á að þótt Gunnar og Geir hafi verið miklir sjentílmenn, voru þá sem nú fleiri í þingflokki Sjálfstæðismanna – og ekki endilega allir jafn kurteisir.

    Nefna má að þegar ákveðnir, ungir þingmenn stíga í stól, þá sést bara efri hlutinn af þeim í sjónvarpi. Ég gríp gjarnan til þess ráðs að ímynda mér að það sem ekki sést, séu stuttbuxurnar. Þetta verður mér til hugarhægðar.

    Minn gamli vinur, Þráinn Bertelsson, steig yfir strikið í vikunni. Um það er ég þér sammála – eins og reyndar flest annað.

    En embættis þíns vegna, get ég auðvitað ekki stillt mig um að vekja athygli á því að Þráinn er greinilega orðinn þreyttur að bjóða hina kinnina 🙂

  • Halldór Halldórsson

    Ég þykist auðvitað vita, að þessi orð verða aldrei birt hjá klerkinum úr Ölfusinu, með ritskoðunaráráttu.
    Ég spyr þó hvort Baldur geti sagt okkur hvenær kommúnistaorðin sem hann vísar til, féllu á Alþingi?
    Eru nafngiftirnar „fasistabeljur“ og nú frá þér, klerkinum, „Aftuhaldsfasistatítur“ svar við þessu?

  • Baldurkr

    Satt Halldór thú ert enginn gledigjafi hvorki á thessari sídu né annarsstadar. Afturhaldskommatittur féll á Althingi ef ég man rétt.
    Eg birti eiginlega allar athugasemdir. Einni og einni er thó hafnad af velsæmisástædum m.a. Frá thér.

Höfundur