Fimmtudagur 09.02.2012 - 00:12 - Lokað fyrir ummæli

Þjóð mannréttinda?

Ef við tökum ekki þátt í Eurovision og yrðum í framhaldinu samkvæm okkur sjálfum myndum við innan tíðar keppa ein hér heima hvort er í söng eða íþróttum. Hvernig væri að Páll Óskar og aðrir slíkir beittu sér fyrir því að Íslendingar og íslensk stjórnvöld töluðu fyrir mannréttindum heima og erlendis og færu eftir því sem mannréttindasamtök ráðleggja. Í þessum efnum ná þjóðir árangri og ávinna sér virðingu með alvöru mannréttindastarfi ekki með upphlaupum sem enginn tæki eftir í þokkabót eða virti vegna þess að þau kæmu frá fólki sem hefur ekki áunnið sér neina sérstaka mannréttindavirðingu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Baldur Kristjánsson

    Lokkaorð mín eru glefsa til íslendinga, ekki einstaklings. ,,Fólk“ í merkingunni ,,þjóð“. Páll hefur alveg efni á þessu.
    Annars var ég oftast sammála sjónarmiði Agnars hér áður og ber virðingu fyrir því. En svona upphlaup úr tómarúmi íslensks samhengis væri bara fyndið – því miður.

  • Pétur postuli

    Mér er það sönn ánægja, að stíga nú fram og segja öllum, að mikið er ég sammála séra Baldri í þetta sinn. En eftir þennan vitnisburð minn, skal ég snauta nú út -snarlega og snimhendis- af síðu þinni séra Baldur. Pax vobiscum:-)

  • Pétur postuli

    Maður, líttu sjálfum þér nær, nema hræsnari sért.

  • Æ, erum við eitthvað betri hérna uppá Fróni. Mér sýnist t.d. flestir vera sammála um að brýn þörf sé á að bola fátæklingunum útúr hreysum sínum í miðborginni. Það sé svo ljótt að hafa þá þarna, þar sem þeir hafi ekki efni á að halda húsnæði sínu almennilega við. Í staðinn vilja menn byggja verslanir, hótel, bari, listhús og húsnæði fyrir millistéttina. Sérstaklega þá efri.

    Það sama hefur gerst í Kaupmannahöfn og London. Verkamönnum og fátæklingum sem búið hafa margar kynslóðir í sama hverfinu nálægt miðborgunum, hefur verið bolað burt fyrir efnameira fólk og tómstundaiðkanir þess.

Höfundur