Fimmtudagur 09.02.2012 - 00:12 - Lokað fyrir ummæli

Þjóð mannréttinda?

Ef við tökum ekki þátt í Eurovision og yrðum í framhaldinu samkvæm okkur sjálfum myndum við innan tíðar keppa ein hér heima hvort er í söng eða íþróttum. Hvernig væri að Páll Óskar og aðrir slíkir beittu sér fyrir því að Íslendingar og íslensk stjórnvöld töluðu fyrir mannréttindum heima og erlendis og færu eftir því sem mannréttindasamtök ráðleggja. Í þessum efnum ná þjóðir árangri og ávinna sér virðingu með alvöru mannréttindastarfi ekki með upphlaupum sem enginn tæki eftir í þokkabót eða virti vegna þess að þau kæmu frá fólki sem hefur ekki áunnið sér neina sérstaka mannréttindavirðingu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Dæmigert fyrir kjána- og bjánavæðinguna á íslandi – vá, hver hefur áhyggjur af því hvort við mætum eða ekki?

  • Ágætt innlegg en dæmigert fyrir þá sem tala, segja og væla en gera helst ekki neitt.

  • Engilbert

    Sammála, taka bara upp aftur sjónvarpsþáttinn – Á líðandi stundu með Agnesi Braga, Ómari Ragnars og Sigmundi!

    Allir glaðir samstundis, ekki myndi skemma fyrir ef þátturinn væri svart/hvítur.

  • Þjóð sem lætur fjárhagslegan ávinning hafa yfirhöndina yfir mannréttindi, ætti ekki að dæma aðrar þjóðir.

Höfundur