Fimmtudagur 09.02.2012 - 00:12
- Lokað fyrir ummæli
Ef við tökum ekki þátt í Eurovision og yrðum í framhaldinu samkvæm okkur sjálfum myndum við innan tíðar keppa ein hér heima hvort er í söng eða íþróttum. Hvernig væri að Páll Óskar og aðrir slíkir beittu sér fyrir því að Íslendingar og íslensk stjórnvöld töluðu fyrir mannréttindum heima og erlendis og færu eftir því sem mannréttindasamtök ráðleggja. Í þessum efnum ná þjóðir árangri og ávinna sér virðingu með alvöru mannréttindastarfi ekki með upphlaupum sem enginn tæki eftir í þokkabót eða virti vegna þess að þau kæmu frá fólki sem hefur ekki áunnið sér neina sérstaka mannréttindavirðingu.
Flokkar: Óflokkað
Sammála. Hins vegar mætti ræða þessi mál frá öllum hliðum. Það virðist gerast fyrir stór alþjóðamót að gamlar byggingar eru rifnar og oft eru það hús sem efnaminna fólk hefur búið í. Þetta gerðist fyrir Olympíuleikana í Barcelona, Peking og víðar. Ekki er víst að Bakú sé nokkuð sekari en aðrar borgir í þessum efnum.
Páll Óskar ætti frekar að fá alla listamenn landsins til liðs við sig og neita að koma fram í Hörpunni þar til Íslenzk stjórnvöld hætta að brjóta mannréttindi á sjómönnum með því að bylta kvótakerfinu sem er eitt það illræmdasta í öllum heiminum að mati Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.
Páll Óskar hefur nú átt sinn þátt í mannréttindabaráttu samkynhneigðra hér heima og einnig var hann nýverið í Afríku og náði að vekja athygli hér heima á bágum aðstæðum í Malaví(var það ekki?). Finnst því þessi glefsa sem gefur í skyn að hann beiti sér ekkert í mannréttindamálum, frekar framhjá.
Mér finnst flestöll viðbrögðin við þessu þar sem því er haldið fram að við eigum sjálfgefið og fara að keppa lykta flestöll af því að fólk vilji hringleikahúsið sitt með glamúrnum eða stæltum kropppum að berjast um titla og sé bara frekar pirrað yfir því að einhver skuli spilla Ceasescau-lega tálsýn yfir þessari keppni. Ég hef heldur ekki séð í gegnum tíðina að það hafi haft nokkur áhrif að mætt sé i keppnir þar sem yfirleitt er passað upp á að ekkert slæmt heyrist eða sjáist, öllu sópað undir teppi og meðvirkir keppendur sem vonast eftir einhverju hnossi, láta eins og ekkert sé. Við höfum svo reynsluna frá Peking 2008 og Berlín 1936 t.d. um hvernig slík stjórnvöld breyta þessu yfir í áróðurssýningar og upphafningu eigins ágætis.
Svo kannski smá útúrdúr. Hversvegna þurfa alltaf keppnir að vera mikilvægari en allt saman, mannréttindi og mannslíf þ.á.m.? Þarf allt að umhverfast í kringum keppnir í þessu samfélagi okkar?
Íslendingar eru í engri stöðu til að kenna öðrum þjóðum að virða mannréttindi eða krefjast þess að þær geri það.