Föstudagur 10.02.2012 - 13:01 - Lokað fyrir ummæli

Hatursáróður sæmir ekki barnakennara!

Ég er sammála foreldrum á Akureyri. Ummæli Snorra Óskarssonar um samkynhneigð sæma ekki barnakennara   Og hljóta að varða við lög og brjóta í bága við mannréttindasáttmála. Í ummælum Snorra er hópur fólks talinn óæðri öðrum á grundvelli kynhneigðar.  Það er hatursáróður. Hatursáróður gegn hópum er  ekki eða ætti ekki að vera liðinn í siðuðu samfélagi vegna þess að hann gerir ráð fyrir yfirburðum eins hóps í samfélagi á grundvelli uppruna eða hneigðar eða yfiburða einnar menningar yfir aðra. Slíkt leiðir til haturs og ofbeldis.

Trúarsöfnuðir sem ala á slíkri fyrirlitningu ætti að banna svo þeir geti ekki með viðurkenningu samfélagsins plantað forneskjulegum mannfjandsamlegum hugsunum sínum og auðvitað eru Snorri og co! sjálf  fórnalömb sérstæðrar innrætingar í eyjum sem er hætt að vera fyndin.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (36)

  • Þjóðkirkjuprestur sem telur nýja-testamentið vera bókmenntaverk á pari við Stikilsberja Finna.

    Magnað!!!!!

    Ég hélt að kristni snerist um trú, lífsafstöðu og BREYTNI í samræmi við boðskap NT.

    Er biblían í þínum huga bara einhver kjaftarómans til þess að fylla upp í einhvern vatnsgrautarhúmanismavaðal, sjálfsupphafningu og pólítískan rétttrúnað?

  • trúmann kapút

    Þjóðkirkjupresturinn, séra Baldur Kristjánsson
    segir svo í athugasemd við eigin pistil frá í gær
    11.2 2012 @ 23:58

    „Mín niðurstaða er sú að ekki beri að hindra útgáfu og dreifingu klassiskra bókmenntaverka þó að þar kunni að vera ýtt undir fordóma t.d. Í bókum MacTwain en það viðhorf hefur komið upp. Biblían mundi falla undir löngu útgefið bókmenntaverk.“
    ——————————
    Í framhaldi af leit séra Baldurs að hinum „kórrétta“ og honum passandi texta, þar sem hann rýnir í gegnum sín gleraugu, með skærin á fullu og klippir saman og föndrar og fiffar, þá langar mig bara af forvitni að vita hvort við aumir megum eiga von á splúnkunýrri og algjörlega „kór-réttri“ Bi-fiff-líu frá þér séra Baldur minn?

    Ég er strax farinn að hlakka til að geta fjárfest í svo helgum dómi, sem Stikilsberja Bi-fiff-líu Baldurs … kannski í jólabókaflóðinu Baldur? Ekki bregðast okkur Baldur minn. Reyndu að koma henni út fyrir jólin.

    Það er eitthvað andlegt við þetta, því kæfuvörnin er 3, já séra Baldur, hún er 3 ein, lof sé 🙂

  • Helgi Viðar

    Með skrifum þínum elur þú sjálfur á hatri og fyrirlitningu á Snorra Óskarsyni og örðu Hvítasunnufólki sem er minnihlutahópur kristinna manna á Íslandi. Í þokkabót hvetur þú svo til þöggunar og skoðanakúgunar í nafni mannréttinda þegar fólk viðrar trúarskoðanir sem hafa verið viðteknar hjá kristnum mönnum í aldaraðir og er rökréttur skilningur á texta Biblíunar um þessi mál. Í skrifum sínum er Snorri að skýra afstöðu evangelískra til samkynhneigðar eða öllu heldur kynvillu (orð sem hann þorir ekki að nota lengur) sem þeir álíta vera synd, en kynvilla er þegar fólk hefur mök við aðila af sama kyni. Það er kynhegðunin sem er álitin synd en ekki tilvera eða hneigðir samkynhneigðra, þannig að túlka skrif Snorra sem hatursáróður er fráleitt enda skoðun hans viðtekin og eðlileg í þinni kirkju fyrir nokkrum áratugum.

    Ég get svo bent þér á að að fyrrum landlæknir Sigurður Guðmundsson varaði við því á sínum tíma að fólk stundaði endaþarmsmök af læknisfræðilegum ástæðum við lítin fögnuð samkynhneigðra karlmanna. Skyldi viðvörun landlæknis benda til þess að slík kynhegðun sé eðlileg? Hún er a.m.k. ekki Guði Biblíunar þóknanleg ef eitthvað er að marka þá bók.

  • Trúmann kapút

    Örvænt þú eigi Helgi Viðar, því trú mín er,
    að brátt muni séra Baldur út gefa
    sína Bi-fiff-líu, sína homma-líu.

    Vafalaust mun hann þar útskýra vel
    endaþarmsmökin samfylktu,
    með fullgildum evrópustöðlum.

    Þar verður og boðað, vænti ég, að allir skuli hýrir verða.
    (ég get ekki annað en grínast með þessa vitleysu alla)

Höfundur