Föstudagur 10.02.2012 - 13:01 - Lokað fyrir ummæli

Hatursáróður sæmir ekki barnakennara!

Ég er sammála foreldrum á Akureyri. Ummæli Snorra Óskarssonar um samkynhneigð sæma ekki barnakennara   Og hljóta að varða við lög og brjóta í bága við mannréttindasáttmála. Í ummælum Snorra er hópur fólks talinn óæðri öðrum á grundvelli kynhneigðar.  Það er hatursáróður. Hatursáróður gegn hópum er  ekki eða ætti ekki að vera liðinn í siðuðu samfélagi vegna þess að hann gerir ráð fyrir yfirburðum eins hóps í samfélagi á grundvelli uppruna eða hneigðar eða yfiburða einnar menningar yfir aðra. Slíkt leiðir til haturs og ofbeldis.

Trúarsöfnuðir sem ala á slíkri fyrirlitningu ætti að banna svo þeir geti ekki með viðurkenningu samfélagsins plantað forneskjulegum mannfjandsamlegum hugsunum sínum og auðvitað eru Snorri og co! sjálf  fórnalömb sérstæðrar innrætingar í eyjum sem er hætt að vera fyndin.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (36)

  • Karl Ægir Karlsson

    Nú, sem oft áður, er ég sammála þér Baldur. Svona hatri á ekki að sýna neinn tólerans. Mér þykir hinsvegar sérkennilegt að maðurinn hafi verið ráðinn til starfa – varla hafa skoðanir evangelista eins og Snorra verið þeim sem þessu réðu huldar? Og svo náttúrlega vandast málið ef að við viðurkennum að þetta rugl er hluti af „kristinni arfleið“ sem aftur er sérstaklega tiltekin í grunnskólalögum sem sú arfleið sem skólastarf á Íslandi skal byggja á. Þarf ekki eitthvað að skoða það? Setja frekar um ákvæði um virðingu og mannréttindi, til dæmis.

  • Snorri er kominn yfir strikið – það er, eins og þú bendir á, þá er bannað með lögum að ráðast gegn hópum og einstaklingum á grundvelli trúar, kynþáttar, kynhneigðar viðkomandi etc. (grein 233 í hegningarlögum).

  • Í ummælum Snorra er hópur fólks talinn óæðri öðrum á grundvelli kynhneigðar. Það „er hatursáróður

    Nú hefur Snorri sagt ansi miið, hvaða ummæli Snorra fannst þér vera hatursáróður?

    Mér finnst lágmark að vitna í ummælin ef maður ætlar að koma með svona fullyrðingar.

  • Dögg Harðardóttir

    Það á sem sagt að banna kaþólsku kirkjuna. Og múslima. Kannski bara alla nema þjóðkirkjuna. Þetta er nú ekki skynsamlega mælt, Baldur.

Höfundur