Föstudagur 10.02.2012 - 13:01 - Lokað fyrir ummæli

Hatursáróður sæmir ekki barnakennara!

Ég er sammála foreldrum á Akureyri. Ummæli Snorra Óskarssonar um samkynhneigð sæma ekki barnakennara   Og hljóta að varða við lög og brjóta í bága við mannréttindasáttmála. Í ummælum Snorra er hópur fólks talinn óæðri öðrum á grundvelli kynhneigðar.  Það er hatursáróður. Hatursáróður gegn hópum er  ekki eða ætti ekki að vera liðinn í siðuðu samfélagi vegna þess að hann gerir ráð fyrir yfirburðum eins hóps í samfélagi á grundvelli uppruna eða hneigðar eða yfiburða einnar menningar yfir aðra. Slíkt leiðir til haturs og ofbeldis.

Trúarsöfnuðir sem ala á slíkri fyrirlitningu ætti að banna svo þeir geti ekki með viðurkenningu samfélagsins plantað forneskjulegum mannfjandsamlegum hugsunum sínum og auðvitað eru Snorri og co! sjálf  fórnalömb sérstæðrar innrætingar í eyjum sem er hætt að vera fyndin.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (36)

  • Ef um hatursáróður er að ræða (sem ég get fallist á) þá eiga foreldrar eða (habeus corpus) að kæra manninn. Áminning kennara í starfi á ekki við -en klárlega er hann að brjóta siðareglur kennara.

  • Guðríður Steindórsdóttir

    Er ekki að verða komið nóg af þesssari ofurviðkvæmni. Manngreyið hlýtur að hafa sama rétt og aðrir til að hafa sína trú og sínar skoðanir og tjá sig um það. Hvort sem hann er kennari eða skósmiður. Og samkvæmt þeim afspurnum sem ég hef tjáði hann sig á sínu einka bloggi og hefur að sögn foreldra nemenda ekki tekið málið upp í tímum. Svo yfir hverju er fjaðrafokið ? Hvernig hefði málið verið blásið upp ef upp hefði komist að maðurinn væri samkynhneigður , hefði ekki sami æsingurinn komið til ef hann hefði tjáð sig um það á blogginu. Það hafa allir sama rétt til skoðana hvort sem .þeir eru samkynhneigðir, heittrúaðir, trúlausir eða til hvaða hóps sem þeir kunna að telja sig. Hættið nú að láta eins og himin og jörð sé að farast út af engu.

  • Eyjólfur

    Amen, Guðríður.

  • Pétur Maack

    Kynntu þér skrif Snorra, siðareglur kennara, lög landsins og stjórnarskrá áður en þú þenur þig svona aftur frú Guðríður.

Höfundur