Ég er sammála foreldrum á Akureyri. Ummæli Snorra Óskarssonar um samkynhneigð sæma ekki barnakennara Og hljóta að varða við lög og brjóta í bága við mannréttindasáttmála. Í ummælum Snorra er hópur fólks talinn óæðri öðrum á grundvelli kynhneigðar. Það er hatursáróður. Hatursáróður gegn hópum er ekki eða ætti ekki að vera liðinn í siðuðu samfélagi vegna þess að hann gerir ráð fyrir yfirburðum eins hóps í samfélagi á grundvelli uppruna eða hneigðar eða yfiburða einnar menningar yfir aðra. Slíkt leiðir til haturs og ofbeldis.
Trúarsöfnuðir sem ala á slíkri fyrirlitningu ætti að banna svo þeir geti ekki með viðurkenningu samfélagsins plantað forneskjulegum mannfjandsamlegum hugsunum sínum og auðvitað eru Snorri og co! sjálf fórnalömb sérstæðrar innrætingar í eyjum sem er hætt að vera fyndin.
Það er hlálegt en þó satt að þeir sem hneykslast á ummælum mannsins eru þeir sömu og hefðu áður fyrr heimtað brottrekstur hans – vegna barnanna auðvitað – væri hann samkynhneigður.
Alveg sami tónninn og áður, bara úr annarri átt.
Svona snúast samfélög eins og vindhanar og kirkjan með, brúður Krists á jörðu gapandi fyrir hverri gjólu.
En guðsmaðurinn í Betel heldur sínu striki, elskar syndarann en hatar syndina.
Hann er þó allavega sjálfum sér samkvæmur.
Hugsum um það augnablik og höldum kjafti á meðan.
Hræsnin mun síst oss sóma.
Illa komið fyrir íslenskri þjóð ef það er brottrekstrar sök úr starfi að vitna í Biblíuna. Ofsóknir á hendur kristnum mönnum er ekkert nýtt fyrirbæti en hefur aldrei verið gæfumerki.
Vel mæla þeir Gvendur á Eyrinni og Haraldur Jónsson.
Af hverju má ekki Snorri greyið vitna í Biblíuna?
Eins og Baldur veit gjörla þá geri ég það stundum og þá snögg-reiðist hann mér, en þó ég Baldur ekkert sérstaklega trúaður, en hef mína barnatrú og hef, bæ þe vei, lesið bæði Nýja og Gamla Testamentið.
„Vitið þér ekki, að ranglátir munu ekki Guðs ríki erfa? Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né kynvillingar, þjófar né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræningjar Guðs ríki erfa.“
Væri ekki bara réttast að banna bókina þaðan sem þessi lína er komin?
http://www.vantru.is/2012/02/09/15.00/