Ég er sammála foreldrum á Akureyri. Ummæli Snorra Óskarssonar um samkynhneigð sæma ekki barnakennara Og hljóta að varða við lög og brjóta í bága við mannréttindasáttmála. Í ummælum Snorra er hópur fólks talinn óæðri öðrum á grundvelli kynhneigðar. Það er hatursáróður. Hatursáróður gegn hópum er ekki eða ætti ekki að vera liðinn í siðuðu samfélagi vegna þess að hann gerir ráð fyrir yfirburðum eins hóps í samfélagi á grundvelli uppruna eða hneigðar eða yfiburða einnar menningar yfir aðra. Slíkt leiðir til haturs og ofbeldis.
Trúarsöfnuðir sem ala á slíkri fyrirlitningu ætti að banna svo þeir geti ekki með viðurkenningu samfélagsins plantað forneskjulegum mannfjandsamlegum hugsunum sínum og auðvitað eru Snorri og co! sjálf fórnalömb sérstæðrar innrætingar í eyjum sem er hætt að vera fyndin.
Nú eru allir æringjarnir mættir! Kv. B
Og mundu það Baldur minn, að við æringjarnir erum hjartanlega ærlegir í því sem við segjum. Á maður ekki bara að segja satt, eins og segir í morgunkorns-auglýsingunni? Það segir mamma mín að minnsta kosti.
Og eins og Þórður bendir á, þá stendur þetta í Biblíunni; þó hún sé kannski stundum sem bögglað roð, fyrir brjósti mér.
Baldur, nú er ljóst að þessi málflutningur Snorra sem þú telur vera hatursáróður, að samkynhneigð sé synd, er boðaður hjá ýmsum skráðum trúfélögum hér á landi (hvítasunnusöfnuðurinn, Kristskirkjan, Krossinn, kaþólska kirkjan svo einhver séu nefnd).
Viltu í alvörunni banna þessa trúarsöfnuði?
Hvað heldurðu Baldur að verði kennt í moskunni sem þú berst svo ötullega fyrir?
Umburðarlyndi fyrir samkynhneigð?
Jafnrétti kynjanna?
Jafn réttur allra trúarbragða?