Föstudagur 10.02.2012 - 13:01 - Lokað fyrir ummæli

Hatursáróður sæmir ekki barnakennara!

Ég er sammála foreldrum á Akureyri. Ummæli Snorra Óskarssonar um samkynhneigð sæma ekki barnakennara   Og hljóta að varða við lög og brjóta í bága við mannréttindasáttmála. Í ummælum Snorra er hópur fólks talinn óæðri öðrum á grundvelli kynhneigðar.  Það er hatursáróður. Hatursáróður gegn hópum er  ekki eða ætti ekki að vera liðinn í siðuðu samfélagi vegna þess að hann gerir ráð fyrir yfirburðum eins hóps í samfélagi á grundvelli uppruna eða hneigðar eða yfiburða einnar menningar yfir aðra. Slíkt leiðir til haturs og ofbeldis.

Trúarsöfnuðir sem ala á slíkri fyrirlitningu ætti að banna svo þeir geti ekki með viðurkenningu samfélagsins plantað forneskjulegum mannfjandsamlegum hugsunum sínum og auðvitað eru Snorri og co! sjálf  fórnalömb sérstæðrar innrætingar í eyjum sem er hætt að vera fyndin.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (36)

  • Baldur Kristjánsson

    Eg vil svara þessu svona: Hatursviðhorf gagnvart öðrum eru ekkert betri nema síður sé klædd í trúarbúning. Það á að lögsækja þá sem ala á hatri gegn hommum. Það er komið nóg af unglingum sem taka líf sitt vegna kynhneigðarfordóma.

  • Friðrik Tryggvason

    Má ég spurja þig Baldur, og ég er ekki að reyna að vera leiðinlegur við þig. Styður þú að Nýja Testamentinu sé dreyft í grunnskólum, vegna „hatursáróðursinns“ sem er í þeirri bók?

  • snorri í betel

    Sem vígður maður, Baldur tónar þú gjarnan „Pistilinn skrifaði postulinn Páll“.
    Þessi skrif þín um mig eiga við um orð Postulans, gáð að því. Þú þiggur laun fyrir að halda hans orðum að söfnuðinum – eða ertu með einhverja „sérútgáfu“ ætlaða Selvogsbúum?
    Páll pistlahöfundur og postuli sagði: „Vér höfnum allri skammarlegri launung, vér framgöngum ekki með fláttskap né fölsum Guðs orð, heldur birtum vér sannleikann og fyrir augliti guðs skírskotum vér til samvisku hvers manns um sjálfa oss.“ 2.Kor.4:2
    Taktu hann þér til fyrirmyndar. Þú varst biskupsritari hjá Ólafi þegar konurnar stigu fram. Með hverjum stóðstu þá? Tókstu jafn ranga afstöðu gagnvart konunum og þú tekur núna gagnvart mér?
    Merkilegt hve margir prestar (þú og Pétur Maac) takið Biblíufjandsamlega afstöðu, vígðir menn!
    með von um trúar-betrumbætur.
    Snorri í Betel

  • Baldur Kristjánsson

    Ég stóð með konunum Snorri um leið og mér var ljóst hvað hafði átt sér stað og var þar fyrri til en flestir þrátt fyrir stöðu mína. Vertu ekki svona ómerkilegur Snorri.
    Hins vegar var færsla mín full harkaleg gagnvart þér sem hefur látið margt gott af þér leiða. En ég þoli ekki þegar menn úthrópa samkynhneigða og stuðla þannig að angist, kvíða og örvæntingu ungra sem aldinna. Þú elur á fordómum í nafni trúar. Hættu því.

Höfundur