Ég er sammála foreldrum á Akureyri. Ummæli Snorra Óskarssonar um samkynhneigð sæma ekki barnakennara Og hljóta að varða við lög og brjóta í bága við mannréttindasáttmála. Í ummælum Snorra er hópur fólks talinn óæðri öðrum á grundvelli kynhneigðar. Það er hatursáróður. Hatursáróður gegn hópum er ekki eða ætti ekki að vera liðinn í siðuðu samfélagi vegna þess að hann gerir ráð fyrir yfirburðum eins hóps í samfélagi á grundvelli uppruna eða hneigðar eða yfiburða einnar menningar yfir aðra. Slíkt leiðir til haturs og ofbeldis.
Trúarsöfnuðir sem ala á slíkri fyrirlitningu ætti að banna svo þeir geti ekki með viðurkenningu samfélagsins plantað forneskjulegum mannfjandsamlegum hugsunum sínum og auðvitað eru Snorri og co! sjálf fórnalömb sérstæðrar innrætingar í eyjum sem er hætt að vera fyndin.
„Hatursviðhorf gagnvart öðrum eru ekkert betri nema síður sé klædd í trúarbúning. Það á að lögsækja þá sem ala á hatri gegn hommum. Það er komið nóg af unglingum sem taka líf sitt vegna kynhneigðarfordóma.“
Takk fyrir skrif þín Baldur. Ég finn hjá mér einhverja von núna til að trúa aftur á kirkjuna.
En Snorri er nú ekki sá eini – og hvað þá sá versti – sem elur á fordómum í nafni trúar. Trúleysi ógnar mannlegu samfélagi, hafís trúleysis, heimskinginn segir í hjarta sínu: „Guð er ekki til“ og allt það.
Líttu þér nær, Baldur.
http://www.vantru.is/2011/05/15/10.00/
Friðrik, góð spurning!: Mín niðurstaða er sú að ekki beri að hindra útgáfu og dreifingu klassiskra bókmenntaverka þó að þar kunni að vera ýtt undir fordóma t.d. Í bókum MacTwain en það viðhorf hefur komið upp. Biblían mundi falla undir löngu útgefið bókmenntaverk.
Nú greinir guðfræðinga á hvort að fordómar komi fram gegn samkynhneigðum t. d. Í Rómverjabréfinu en margir guðfræðingar hafa hafnað því og telja það yfirborðslegan lestur. Til greina kemur að mínu viti að útskýra þessa kafla þ.e. Hafa skýringar þar sem það er útskýrt að
Páll sé að fordæma gjálífi allra hvort sem þeir eru samkynhneigðir eða gagnkynhneigðir.
N.t. Er grunnbók í okkar menningu, ein af þeim og ef einhver vill dreifa henni þá á hann að fá það með þeim hætti sem skólinn samþykkir. Annars má deila um það eins og annað.
Þórður! Ég vil fá að tala án þess að mér sé nuddað upp úr öllu mögulegu. Reyndu að skilja það. Annars verður þú bara verkur í rassi’ Ég get ekki litið í allar áttir í hvert sinn sem ég drep niður penna. Varðandi linkinn sem þú kemur með þá stóð ég einmitt fyrir málþinginu gegn fordómum og hélt þar erindi sem þú ættir að lesa kvölds og morgna.