Föstudagur 10.02.2012 - 13:01 - Lokað fyrir ummæli

Hatursáróður sæmir ekki barnakennara!

Ég er sammála foreldrum á Akureyri. Ummæli Snorra Óskarssonar um samkynhneigð sæma ekki barnakennara   Og hljóta að varða við lög og brjóta í bága við mannréttindasáttmála. Í ummælum Snorra er hópur fólks talinn óæðri öðrum á grundvelli kynhneigðar.  Það er hatursáróður. Hatursáróður gegn hópum er  ekki eða ætti ekki að vera liðinn í siðuðu samfélagi vegna þess að hann gerir ráð fyrir yfirburðum eins hóps í samfélagi á grundvelli uppruna eða hneigðar eða yfiburða einnar menningar yfir aðra. Slíkt leiðir til haturs og ofbeldis.

Trúarsöfnuðir sem ala á slíkri fyrirlitningu ætti að banna svo þeir geti ekki með viðurkenningu samfélagsins plantað forneskjulegum mannfjandsamlegum hugsunum sínum og auðvitað eru Snorri og co! sjálf  fórnalömb sérstæðrar innrætingar í eyjum sem er hætt að vera fyndin.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (36)

  • Friðrik Tryggvason

    Ekki gleyma kvennfyrirlitningunni hjá Páli. Það er mín skoðun, að Snorri sé mun nær skilaboðum Biblíunar heldur en Ríkiskirkjan. En það er auðveldara að lifa með liberal presum eins og þér, sem velja það sem hentar og kasta hinu frá sér.

    Með fullri virðingu fyrir þér og hinum hvítstökkunum.

  • Pétur postuli

    Baldur, að mínu mati ert þú kominn út á mjög hálan ís.
    Með fullri virðingu fyrir sögum Mark Twain (…hvaða MacTwain ertu annars að að tala um …?) svo sem Stikilsberja-Finn, þá hélt ég að presturinn myndi fremur taka undir með hinu boðaða orði Biblíunnar?
    Eða ert þú hvorki heitur né kaldur, heldur moðvolgur í trúarboðuninni, sem þó er þitt lifibrauð Baldur minn.
    Þú veist hvað sagt er í Opinberunarbókinni um þannig menn, sem eru hvorki heitir né kaldir „… og mun ég skyr … úr munni mér.“ Ég er svo háttvís að ég sleppti hluta úr setningunni. Hugleiddu málið Baldur, mér leiðast þeir sem þiggja launin, en fela boðskapinn.
    En hvað veit ég, vitgrannur maður að mati séra Baldurs.

  • Pétur postuli

    Í reynd er Friðrik Tryggvason í ummælum sínum, að segja kjarna þess sem ég síðan lagði út af.

    Líkast til er best að aðskilja algjörlega ríki og kirkju og sleppa því að borga prestum, vígslubiskupum og biskup af skattfé almennings. Þá ykist kannski trúarhiti þeirra, nú eða þá kuldi þeirra og færi það þá sem fara vill.

    Er það ekki eina leiðin Baldur minn; það gæti verið ykkur góð lexía að standa á kassa út á víðangri, með betlibauk við fótskör ykkar, „gný af himni“ meðan eldtungurnar kvísluðust og settust svo á ykkar mannlegu tungur svo þið yrðuð óðamála í andagift ykkar í algjörri beintenginu himins og jarðar.

    Þetta gæti orðið heilmikil lyftistöng fyrir ferðamannaiðnaðinn. Túristar myndu koma víða að, rífandi bissness hér innanlands, að sjá td. séra Baldur með betlibauk í funheitum trúarham, beintengdan við heilagan anda.

    Og kannski færi þá landið loksins að rísa? … 🙂
    Og öll hin niðurnídda alþýða fengi smá glens og gleði
    og sölubásar væru settir upp í námunda við hvern prest og tilsvarandi dúkkur væru seldar af viðkomandi kassa-presti.

  • Baldur minn, það er nú alveg óþarfi að fleygja fram einhverri viðkvæmni. Ég er ekki að nudda þessu í þér, ég er að benda þér góðfúslega á að rót hatursáróðurs gagnvart vissum þjóðfélagshópum er að finna í „bókinni góðu“ og úr þeim ranni sem þú starfar.

    Þú þarft ekki að líta í allar áttir, þú getur einbeitt þér að einni átt: Þjóðkirkjan. En ykkur embættisguðfræðingunum er nú ansi tamt að loka augunum fyrir þeim hatrömmu og meiðandi skoðunum sem þaðan koma. Svo skal böl bæta að benda á annað verra. Og mikið afskaplega er nú heppilegt fyrir ykkur að til séu menn einsog Snorri sem eru ekkert að skafa utan af evangelísku hlutunum.

Höfundur