Ég er sammála foreldrum á Akureyri. Ummæli Snorra Óskarssonar um samkynhneigð sæma ekki barnakennara Og hljóta að varða við lög og brjóta í bága við mannréttindasáttmála. Í ummælum Snorra er hópur fólks talinn óæðri öðrum á grundvelli kynhneigðar. Það er hatursáróður. Hatursáróður gegn hópum er ekki eða ætti ekki að vera liðinn í siðuðu samfélagi vegna þess að hann gerir ráð fyrir yfirburðum eins hóps í samfélagi á grundvelli uppruna eða hneigðar eða yfiburða einnar menningar yfir aðra. Slíkt leiðir til haturs og ofbeldis.
Trúarsöfnuðir sem ala á slíkri fyrirlitningu ætti að banna svo þeir geti ekki með viðurkenningu samfélagsins plantað forneskjulegum mannfjandsamlegum hugsunum sínum og auðvitað eru Snorri og co! sjálf fórnalömb sérstæðrar innrætingar í eyjum sem er hætt að vera fyndin.
Teitur tinari, nei Teitur bloggari mælir Snorra bót,
enda tali Snorri bara sem sannur evangelisti:
http://www.dv.is/blogg/eimreidin/2012/2/11/snorri/
Pistill Baldurs 26. sept. 2011, Páll og athygli trúðsins, hefst með digurbarkalegum orðum Baldurs:
„Að kalla Pál Viljálmsson skoffín hefur margfaldað aðsókn að síðunni minni.“
Var það tilgangur þinn Baldur?
Ert þú þá kominn á markaðstorg hégómans?
En fyrrnefndur Páll fjallar nú um mál Snorra:
http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1222569/
Gjör nú rétt og vertu samkvæmur sjálfum þér Baldur
og hlýð á þína innri og vonandi betri rödd. Þú átt hana til, ég efast ekki um það.
Hatursáróður: Við berum öll ábyrgð
Navi Pillay Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna skrifar:
http://www.unric.org/is/frettir/25524-hatursaroeur-vie-berum-oell-abyrg
Stjórnmálamenn og frambjóðendur til opinberrar þjónustu hafa sérstökum skyldum að gegna um að haga orðum sínum skynsamlega. Frambjóðandi sem í stað þess að hvetja til umburðarlyndis, lætur niðurandi ummæli falla um folk á grundvelli kynhneigðar, gerir slíkt hugsanlega í þeirri trú að slíkt sé skaðlaust lýðskrum en í raun og veru er verið að leggja blessun yfir hatur á samkynhneigðum.
“Hatur og umburðarleysi hrósar sigri í hvert skipti sem hópur fólks er settur skör lægra en aðrir,”
Mig langarað að biðja ykkur öll um að lesa þetta vel.
Þetta kalla ég „Yes, minister“ svar 😉 Mér virðist Snorri einfaldlega hafa tjáð þá skoðun sína að samkynhneigð væri synd, er það „hatursáróðurinn“?
Því ef svo er, þá er ég hræddur um að t.d. kaþólska kirkjan boði þann hatursáróður og þyrfti því að banna.