Það var eins gott að Jesú kom fyrir daga Gutenbergs áður en bækur urðu markaðsvara. Sjáiði fyrir ykkur Matteus koma inn með Matteusarguðspjall til forleggjarans sem hafnar bókinni með þeim orðum að Markús nokkur hafi fengið gefna út samskonar bók fyrir nokkrum árum. Bók með sama söguþræði, heilu kaflarnir séu meira að segja orðréttir eins. Og svipaða útreið hefðu Lúkas og Jóhannes fengið. Málsókn ekki útilokuð.
Guðspjöllin eru sem sagt fjórar svipaðar bækur. Þær þrjár fyrstu kallaðar samstofna, ritaðar upp úr sömu heimildinni en Jóhannesarguðspjall tekur málið aðeins lengra.
Síðan er fyllt upp í með bréfum, flest eftir skipsbrotsmanninn Pál. Alls eru þetta 27 ritvek. Guðspjöllin læsilegust og Postulasagan einnig en það er samtímasaga með þræði. Bréfin eru torlæsari, sum mjög svo.
Það hefði verið ekkert mál að fá að hafa bækur Gamla Testamentisins með því þær voru löngu komnar úr öllum höfundarrétti. Skrifaðar mörg hundruðum árum fyrr (miðað við raunverulegan ritunartíma hins Nýja)
Kannski hefðu Gyðingar að breyttu breytenda gert einhverjar athugasemdir því að Gamla Testamentið er Biblía þeirra – samansafn 39 bóka.
Ástæðan fyrir því að kristnir tóku þeirra Biblíu með er tvíþætt. Jesú var Gyðingur og GT því hans trúarbók og flestir fyrstu aldar kristnir umsnúnir gyðingar og bókin þeim því hjartfólgin. Svo spáir GT fyrir um Jesú segja menn og Jesú sjálfur tengdi boðun sína trúarhugmyndum þaðan og saga gyðingþjóðarinnar undirbygging fyrirheita Guðs sem rættust í Kristi.
Jæja, hvernig á að skilja þessa blessuðu bók. Sumir halda því fram að hún sé Guðs orð. Guð hafi beinlínis stýrt penna rithöfundanna. Því beri mönnum að elta hven stafkrók, sníða af sêr hendur, rífa úr sér augun. Aðrir telja að Biblían sé innblásið orð Guðs þ. e. höfundanir uppblásnir af Guði ef svo má segja en hver stafur sê þar af leiðandi ekki heilagur því enginn maður sé fullkominn.
Flestir lærðir guðfræðingar og alvöru háskólar hallast að síðari kostinum enda flýgur sá fyrri í fasið á allri lágmarksskynsemi. Þá væri heimurinn skapaður á sex dögum og mannlegt samfélag hefði fljótlega staðnað hefði bókafstrú orðið okkar hlutskipti. Við hræðumst íslamska bókstafstrúarmenn og það með réttu, gyðinglegir bókstafstrúarmenn næra skopskynið og ég held að það sé kominn tími til að við hættum að láta kistna bókstafstrúarmenn vaða uppi með fordóma gegn samkynhneigðum og ýmis konar bull og vitleysu.
Code orð yfir Gt er lögmál. Boðskapur Nt er kallaður fagnaðarerindi. ,,Rétttrúarlínan“er sú að aðeins sé mark takandi á því í Gt sem standist kærleiksboðskap Jesú Krist (sem helst má ná með gullnu reglunni: Allt sem þér viljið að aðrir……). Þar með hendum við burt mest af regluverki Mósebóka sem fjallar með öðru um það hvernig á að umgangast konur og svín.
En hvað með bréf Páls postula þar sem örlar á skoðunum sem mannrêttindahyggja 19. Og 20. aldar hefur ýtt út af borðum. Guðfræðin hefur sett undir það. Aðeins það sem má rekja beint til orða Jesú ber að taka bôkstaflega. Allt annað er fyrst og fremst leiðbeinandi og til íhugunar. Og guðfræðingar eru nokkuð sammála um hvað megi rekja beint til Jesú og finna það út með samanburði á guðspjöllunum. Þetta gefst nokkuð vel því að orð Jesú standast t.d mannréttindahugsun nútímans sem auðvitað m.a. byggist á honum. Jesú kallinn var nefnilega alveg einstakur.
Svo eru enn aðrir sem vilja losa sig alveg við bókstafinn og stilla Jesú upp gagnvart hverjum vanda og spyrja: Hvernig hefði hann hugsað? Hvernig hefði hann brugðist við?
Þá verða menn að sjálfsögðu mjög kærleiksríkir og góðir. Annað er ekki í boði.
En Biblían er margbrotið og merkilegt rit sama hvernig á er litið.
Málið er Guðmundur að undirritaður hefur ekki tíma ætíð til þess að svara misjafnlega vel meintum fyrirspurnum þó hann skrifi bloggpistil. Það er nær að fræðimaður eibs og þú komir með nytsama bollaleggingu í stað þess að vera að leika Sókrates.