Mánudagur 13.02.2012 - 09:00 - Lokað fyrir ummæli

Minnisvarði um nýfrjálshyggju og hrun!

Fimmtán til tuttugu íbúðir, flestar fokheldar standa í þorlákshöfn auðar og rýrna að verðgildi dag frá degi. Þessar íbúðir, minnisvarði um nýfrjálshyggju og hrun, eru sennilega í eigu íbúðarlánasjóðs og banka. Á þetta bara að vera svona?  Er ekki lengur hægt að þróa mál áfram með hagsmuni fólks og byggðar í huga. Um víða veröld er húsnæðislaust fólk. Hvers vegna taka bæjaryfirvöld  ekki íbúðirnar yfir, með góðu eða illu, eigendur hljóta að hafa brotið alla fresti og bjóða þær út á mjög niðursettu verði fólki  sem vill klára þær og búa í þeim.  Við gætum m.a. sótt flóttamenn útí heim, boðið fólki sem  nú býr við ömurlegar aðstæður upp á nýja framtíð, nýtt líf. Slíkt myndi auka enn fjölbreytni fjölmenningarsamfélagsins í Þorlákshöfn. Og okkur veitir ekkert af innspýtingu og svo er um íslenskt  samfélag allt.

Hugsum út fyrir rammann.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Björn Kristinsson

    „…minnisvarði um nýfrjálshyggju…“

    Í alvöru ?

    „Hvers vegna taka bæjaryfirvöld ekki íbúðirnar yfir, með góðu eða illu…“

    Eignaréttur !

    „Og okkur veitir ekkert af innspýtingu og svo er um íslenskt samfélag allt.“

    Íslenskt samfélag er mun opnara, mun sveigjanlegra og mun alþjóðlegra en fólk vill kannast við.

  • Hvaða rökfesta og jarðbinding er þetta Björn minn. Þróaðu heldur hugmyndina áfram! Prófaðu að vera jákvæður einn dag . Kv. B

Höfundur