Fimmtán til tuttugu íbúðir, flestar fokheldar standa í þorlákshöfn auðar og rýrna að verðgildi dag frá degi. Þessar íbúðir, minnisvarði um nýfrjálshyggju og hrun, eru sennilega í eigu íbúðarlánasjóðs og banka. Á þetta bara að vera svona? Er ekki lengur hægt að þróa mál áfram með hagsmuni fólks og byggðar í huga. Um víða veröld er húsnæðislaust fólk. Hvers vegna taka bæjaryfirvöld ekki íbúðirnar yfir, með góðu eða illu, eigendur hljóta að hafa brotið alla fresti og bjóða þær út á mjög niðursettu verði fólki sem vill klára þær og búa í þeim. Við gætum m.a. sótt flóttamenn útí heim, boðið fólki sem nú býr við ömurlegar aðstæður upp á nýja framtíð, nýtt líf. Slíkt myndi auka enn fjölbreytni fjölmenningarsamfélagsins í Þorlákshöfn. Og okkur veitir ekkert af innspýtingu og svo er um íslenskt samfélag allt.
„…minnisvarði um nýfrjálshyggju…“
Í alvöru ?
„Hvers vegna taka bæjaryfirvöld ekki íbúðirnar yfir, með góðu eða illu…“
Eignaréttur !
„Og okkur veitir ekkert af innspýtingu og svo er um íslenskt samfélag allt.“
Íslenskt samfélag er mun opnara, mun sveigjanlegra og mun alþjóðlegra en fólk vill kannast við.
Hvaða rökfesta og jarðbinding er þetta Björn minn. Þróaðu heldur hugmyndina áfram! Prófaðu að vera jákvæður einn dag . Kv. B