Mánudagur 13.02.2012 - 19:26 - Lokað fyrir ummæli

Tvískinnungur okkar gagnvart samkynhneigðum!

Snorri Óskarsson  er með afstöðu sinni gagnvart samkynhneigðum að velta stærri steinum en hann gerir sér grein fyrir.  Ég fæ ekki séð hvernig íslensk stjórnvöld geti í framtíðinni viðurkennt  sem lögaðila söfnuði  með það  viðhorf til samkynhneigðra sem hann lýsir.  Að samkynhneigð sé synd og laun hennar dauði.  Þessi afstaða flýgur í fangið á mannréttindasáttmála Evrópu þar sem öll mismunun er bönnuð án málefnaástæðu og þó ekki sé minnst á kynhneigð í íslensku stjórnarskránni þá fellur kynhneigð hiklaust undir 65. grein stjórnarskrár og 14. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem hefur lagagildi hér á landi.  Að vísu er trúin vernduð þar líka í 9. grein en með skilyrðum sem ganga út frá því að gætt sé hófs.

Tvískinnungur okkar gagnvart samkynhneigðum felst í því að við tölum tungu jafnréttis sem gerum engar athugasemdir við félög þ.m.t. trúfélög sem setja samkynhneigða skör lægra en annað fólk og felum þeimn lögbundin, virðuleg hlutverk.  Þessi félög halda því fram að  fólk þ.mt. börn sé lifandi villa!!  Það er m.a. út af þessum tvískinnungi að fordómar og fáfræði og þar með illska og hatur í garð samkynneigðra lifa góðu lífi í menningunni, ekki síst unglingamenningunni.

Forstöðumenn fjöldamargra íslenskra safnaða ættu að taka Gunnar í Krossinum sér til fyrirmyndar og hætta þessu forneskjurausi  og ganga í skrokk á sjálfum sér áður en samfélag mannréttinda sér sig tilneytt að svifta þá lögbundnum hlutverkum svo sem eins og að skíra, gifta og jarða, tala milli hjóna o.s. frv.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (38)

  • Væri ekki eðlilegra, og skynsamlegra, að skilja að giftingu innan safnaðar og giftingu samþykkta af ríkinu, þar sem sú síðarnefnda snýst núorðið eingöngu nánast eingöngu um fjármál, þar sem ríkið verndar tiltekna gerð af samningum?

    Trúarsöfnuðir ættu að fá að trúa því að samkynhneigð sé synd, alveg eins og sumir æðstu forystumenn ríkiskirkjunnar ættu að fá að ausa aur yfir trúleysingja innan safnaðar síns, þótt ekki ætti að útvarpa þeim ósóma eins og gert er.

    Lausn á þessum „vanda“ væri að ríkið hætti algerlega að skipta sér af trúarsöfnuðum (svo framarlega sem þeir brjóta ekki lög), þ.á.m. ríkiskirkjunni.

    Varðandi hjónabandið er það auðvitað löngu orðið úrelt stofnun hvað ríkið varðar, vegna þess að það snýst ekki um neitt nema fjármál, og það er vandséð af hverju ríkið ætti ekki alveg eins að vernda sameignarsamning milli móður og sonar en tveggja óskyldra fullorðinna manneskja.

  • Jón Yngvi Jóhannsson

    Hjónabandið, snýst nú um fleira en fjármál að mati ríkisins, 2. grein hjúskaparlaganna er svona: ,,Hjón eru í hvívetna jafnrétthá í hjúskap sínum og bera jafnar skyldur hvort gagnvart öðru og börnum sínum. Þeim ber að sýna hvort öðru trúmennsku, styðja hvort annað og gæta sameiginlega hagsmuna heimilisins og fjölskyldu.
    Hjón eiga í sameiningu að annast uppeldi barna sinna, sjá þeim farborða og hjálpast að við að framfæra fjölskylduna með fjárframlögum, vinnu á heimili og á annan hátt.“

    En auðvitað er löngu tímabært að taka vígsluvaldið úr höndum presta og forstöðumanna trúfélaga. Frakkar gerðu þetta fyrir löngu og fleiri þjóðir hafa sama háttinn á.

  • Ef maður kynnir sér mál til að reyna skilja sannleikann, þá gerir maður það án fyrirfram gefinnar niðurstöðu. Þegar því er lokið, eins og maður telur ásættanleg kynni, upplýsingaöflun og ígrundun, þá er vart lengur hægt að nota orðið fordómur við þá niðurstöðu sem maður gefur sér.

    Þannig er það með svo margt í heiminum. Einn maður getur ekki búið yfir allri samvisku heimsins, þess vegna verður hann að treysta örlítið á visku forfeðranna, vegna þess að ef forfeðurnir hefðu gert allt rangt, þá væri enginn hér til að velta þessu fyrir sér.

    Ég myndi kalla það hreina fordóma, að ætla forfeðrun eins langt eins og mannkynssagan nær, eitthvað illt í öllum tilfellum sem reynt hefur verið að ganga út frá að samkynhneigð sé ekki boðleg, hana beri ekki að boða.

    Jæja, náttúran sér um sig eftir orsakasamhengi Guðs. Það er bara svo mikil tilhlökkun í því að hugsa um ef við mannkynið getum komist áfram á þess að fara út í fasískt umhverfi pólitískrar rétthugsunar.

  • Ómar Kristjánsson

    ,, þess vegna verður hann að treysta örlítið á visku forfeðranna“

    Meei. þessi kenning gengur ekki aveg upp. Eigi vil eg lasta forfeðurna en málið er samt það, að okkar safélag á Íslandi í upphafi 21.aldarinnar (Og reyndar fest vestræn samfélög) eru alveg gjörólík samfélögum forðfeðra okkar. Gjör, gjörólík. þannig að í staðinn fyrir homma að þá gætu menn bara alveg eins sagt að nútímasamfélag sé synd eða gegn vilja forðfeðranna etc.

    Eg hef tekið eftir einu nefnilega, að fólk almennt gerir sér ekki grein fyrir hve öll réttindi sem menn og konur hafa í nútímasamfélögum dag – eru í raun nýtilkomin. Við erum að tala um að þau komu beisiklí til í gær og fyrradag!

    þó réttindi ýmiskonar hafi visulega verið til staðar fyrr á tímum – þá náðu þau ekki jafnt yfir alla menn – og alls ekki konur. Fyrri tíma samfélög innhéldu gígantískt og fjallhátt misrétti í allar áttir og í mörgum lögum. þetta voru oft gífurlega harkaleg samfélög. Og við erum að tala um að þetta nær á vesturlöndum ótrúega langt fram til okkar. Við erum að tala um algjöra umpólun á samfélagsskipan.

    Fyrirkomulag í samfélögum fyrri tíma og misrétti allrahabda var allt blssað í bak og fyrir af Kirkjunni. Evangelískum og óevangelískum.

Höfundur