Snorri Óskarsson er með afstöðu sinni gagnvart samkynhneigðum að velta stærri steinum en hann gerir sér grein fyrir. Ég fæ ekki séð hvernig íslensk stjórnvöld geti í framtíðinni viðurkennt sem lögaðila söfnuði með það viðhorf til samkynhneigðra sem hann lýsir. Að samkynhneigð sé synd og laun hennar dauði. Þessi afstaða flýgur í fangið á mannréttindasáttmála Evrópu þar sem öll mismunun er bönnuð án málefnaástæðu og þó ekki sé minnst á kynhneigð í íslensku stjórnarskránni þá fellur kynhneigð hiklaust undir 65. grein stjórnarskrár og 14. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem hefur lagagildi hér á landi. Að vísu er trúin vernduð þar líka í 9. grein en með skilyrðum sem ganga út frá því að gætt sé hófs.
Tvískinnungur okkar gagnvart samkynhneigðum felst í því að við tölum tungu jafnréttis sem gerum engar athugasemdir við félög þ.m.t. trúfélög sem setja samkynhneigða skör lægra en annað fólk og felum þeimn lögbundin, virðuleg hlutverk. Þessi félög halda því fram að fólk þ.mt. börn sé lifandi villa!! Það er m.a. út af þessum tvískinnungi að fordómar og fáfræði og þar með illska og hatur í garð samkynneigðra lifa góðu lífi í menningunni, ekki síst unglingamenningunni.
Forstöðumenn fjöldamargra íslenskra safnaða ættu að taka Gunnar í Krossinum sér til fyrirmyndar og hætta þessu forneskjurausi og ganga í skrokk á sjálfum sér áður en samfélag mannréttinda sér sig tilneytt að svifta þá lögbundnum hlutverkum svo sem eins og að skíra, gifta og jarða, tala milli hjóna o.s. frv.
Baldur, á hvað trúir þú? Sérð þú ekki hvaða elda þú kyndir? Veist þú ekki að sá sem er Krists megin er hinn upplýsti, en hinn trúlausi er blindur? Af hverju gerir þú þetta menntaður maðurinn?
Hmmm… nú má koma með svipaðar fullyrðingar, og það má finna þeim stoð í játningum Þjóðkirkjunar, varðandi það að vera ekki kristinn.
Er það þá lík a hatursáróður að segja að það sé synd að trúa ekki á Jesú eða guð?
Ég sný þessu þá við til að stytta mér leið og geri þá ráð fyrir að þau félög og trúfélög sem hljóta náð fyrir þínum augum séu Krossin, Vantrú, Siðmennt, Búddistar, Ásatrúarfélagið, Fríkirkjan í Reykjavík og hálf þjóðkirkjan. Meintur villuboðandi er svo Snorri Óskarsson kenndur við Betel. Ég biðst svo forláts hafi ég gleymt einhverjum.
Að þessu sögðu ætla ég að leyfa mér að halda því fram meint hatur og mismunun gagnvart samkynhneigðum sem þú telur viðgangast í hinum ýmsu félögum og trúfélögum sé stórlega ýkt af þinni hálfu.
Því til stuðnings get ég upplýst þig um það að ég hef oftar en einu sinni setið undir prédikun samkynhneigðs manns í kristnum söfnuði sem væntanlega er á þínum bannfæringarlista vegna þess að þar er kennt að samkynja mök séu synd og laun syndarinnar sé dauði. Maður þessi var vinsæll í söfnuðinu og þó að hann félli í hina meintu framangreindu synd þá naut hann mikils skilnings og velvilja innan safnaðarins vegna þess að hann leitaðist við að láta af henni þó holdið væri veikt.
Samkynhneigðir voru litnir mjög svipuðum augum og áfengissjúklingar og fíklar sem reynt var að á alla lund styðja til betra lífs.
Ég held að þessi vitnisburður minn gefi miklu raunsærri mynd af viðhorfum til samkynhneigðra í kristnum söfnuðum á Íslandi sem standa fyrir klassísk kristin gildi en haturshugmyndir þínar.
Ég skal síðan upplýsa þig í annari færslu seinna í dag hvaðan ég til að hatrið á samkynhneigðum í menningunni er sprottið.
það er líka alveg vert umræðu, að orðið sem á timabili var þýtt sem ,,kynvillingur“ er á upprunamáli biblíugrísku „arsenokoitai“ og kemur fyrir í Bréfi Páls til Kóremtíumanna og Tímóteusbréfinu. það virðist sem sá sem skrifaði, Páll eða einhver annar, hafi smíðað það orð. þetta var ný-yrði á þeim tíma. það var annað orð í grísku yfir mök karlmanna – en það er ekki notað heldur, að því er virðist, smíðað ný-yrði. þetta er náttúrulega afar merkilegt enda hafa menn spekúlerað í þessu í gegnum aldirnar. Td. fyrst þegar þýtt var á ensku, þá var orðið haft óþýtt. (Oddur Gottskálksson þýðir það ,,sá sem drýgir skömm með mönnum“ ef ég man rétt. En hann hafði þýðingu sjálfs Marteins Lúters til hliðsjónar við sínar þýðingar)
Gott og vel. Að staðreyndin er að það er ekkert hægt að fullyrða núna hvað skrifari Kórentíusbréfs var að meina. það er staðreynd. þetta var td. þýtt sem sjálfsfróun á sumum málum. Enda var slíkt talið synd í eina tíð.
Að beiskiklí er orðið „arsenokoitai“ tvískipt. Arsen = Maður og koitai = rúm. Bókstafleg þýðing. Mannsrúm.
það er farið yfir þetta hér og ýmsa þýðingarmöguleika:
http://www.religioustolerance.org/homarsen.htm
Mér finnst líklegast að skrifari sé að meina sá sem gegnir konuhlutverki í kynlífi. Og eg er fyrstur glóbalt með þessa kenningu, að eg tel.
Að málið er að fyrr á tímum þá átti karlmaðurinn alltaf að vera gerandi en konan passíf. það var talið eðli náttúrunnar og eðli náttúrunnar var guðs vilji eins og gefur að skilja. Enda skapaði hann náttúruna. Ofangreint var yfirleitt almennt samfélagslega viðurkennt. Og þetta var td. samfélagslega viðurkennt yfirleitt á Vesturlöndum þar til í fyrradag.
það að gegna konuhlutverki viðvikjadi kynkífi var mikil skömm. Sbr. orð Skarphéðins við Flosa á sínum tíma sem olli Njalsbrennu.
Varðandi meint orð Páls, „arsenokoitai“ eða ,,Manns-rúm“ þá ber að taka eftir, að erfitt er að koma samræði konu-konu inní það. Hann virðist aðalega hafa karlmenn í huga. Að þeir megi eigi vera ,,rúm“ viðvíkjandi kynlífi.
Samkv. ofangreindu þá er slíkt ekkert endilega tengt samræði Karls-karls heldur gæti hann líka átt við samræði karls-konu. þ.e.a.s. þar sem konan væri ekki nógu passíf. það væri þá gegn náttúrunni og synd.
þetta er allt hið merkilegasta.