Snorri Óskarsson er með afstöðu sinni gagnvart samkynhneigðum að velta stærri steinum en hann gerir sér grein fyrir. Ég fæ ekki séð hvernig íslensk stjórnvöld geti í framtíðinni viðurkennt sem lögaðila söfnuði með það viðhorf til samkynhneigðra sem hann lýsir. Að samkynhneigð sé synd og laun hennar dauði. Þessi afstaða flýgur í fangið á mannréttindasáttmála Evrópu þar sem öll mismunun er bönnuð án málefnaástæðu og þó ekki sé minnst á kynhneigð í íslensku stjórnarskránni þá fellur kynhneigð hiklaust undir 65. grein stjórnarskrár og 14. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem hefur lagagildi hér á landi. Að vísu er trúin vernduð þar líka í 9. grein en með skilyrðum sem ganga út frá því að gætt sé hófs.
Tvískinnungur okkar gagnvart samkynhneigðum felst í því að við tölum tungu jafnréttis sem gerum engar athugasemdir við félög þ.m.t. trúfélög sem setja samkynhneigða skör lægra en annað fólk og felum þeimn lögbundin, virðuleg hlutverk. Þessi félög halda því fram að fólk þ.mt. börn sé lifandi villa!! Það er m.a. út af þessum tvískinnungi að fordómar og fáfræði og þar með illska og hatur í garð samkynneigðra lifa góðu lífi í menningunni, ekki síst unglingamenningunni.
Forstöðumenn fjöldamargra íslenskra safnaða ættu að taka Gunnar í Krossinum sér til fyrirmyndar og hætta þessu forneskjurausi og ganga í skrokk á sjálfum sér áður en samfélag mannréttinda sér sig tilneytt að svifta þá lögbundnum hlutverkum svo sem eins og að skíra, gifta og jarða, tala milli hjóna o.s. frv.
Ómar, mér finnst alveg vanta í þessa umfjöllun á þessar góðu síðu sem þú vísar á, að ein af ástæðunum fyrir að það er mjög góð ágiskun að um samkynhneigð sé að ræða í þessu versi, er sú að í grísku þýðingunni á Gamla testamentinu eru einmitt þessi orð notuð þar sem samkynhneigð er fordæmd: arsen og koith.
Baldur. Þú kastar steini úr glerhúsi. Þú vilt ofsækja Snorra, fyrir að ofsækja samkynhneigða. Þú verður sennilega lögreglustjóri skoðanalögreglunnar. Efnilegasti maðurinn í þá stöðu.
Snorri Óskarsson er ekki bara að hnýta út í homma og lesbíur á bloggi sínu – hann er með langan lista yfir mál þar sem það skín í gegn hversu stórfellt afturhald hann er. Allt í nafni guðsins sem hann hefur ánetjast. Allar tilvitnanir eru sóttar á blogg Snorra.
Hann styður sömu hugmyndir og t.d. Sara Palin, fyrrv. frambjóðandi til forseta í BNA, um aldur lífsins á jörðinni og blæs á vísindarannsóknir sem sýna að stengervingar risaeðlanna eru margra milljóna ára gamlir. „Menn eru kannski farnir að sjá að lífið hafi ekki haft jafn langan tíma og fyrr var talið, nema um afturgöngu sé að ræða?“
Snorri kennir í grunnskóla árið 2012.
Hann styður landvinningastríð síonista í Ísrael og reyndar styður hann nýlendustefnu og landtöku nýlenduþjóða: „Þannig eignuðust Bretar land og lýð.(í Palestínu, innsk. HH) Þannig er háttað með sigurvegara í stríði bæði skv. gömlum og nýjum bókum.“
Barnakennarinn Snorri kennir kanski sögu og landafræði?.
Hann telur mannréttindi skv. okkar lögum lægra sett en þau réttindi sem hann les út úr Biblíunni. Hann skrifar: „Þannig hafa árekstrarnir við samkynhneigðina verið allsstaðar eins, milli hins Evangelíska orðs og svo „mannréttinda“.“
Kennarinn Snorri setur mannréttindi innan gæsalappa.
Hann er andsnúinn mannréttindum homma og lesbía, hann telur þau „ill“. Snorri vill ekki leyfa hjónaband þeirra og atyrðir presta sem eru ósammála honum. „Svona undirstrikar Guð að hjónabandið er aðeins milli karls og konu. Lög landsins breyta þessu ekki nema til ills“.
Snorri, fyrirmynd nemendanna í Brekkuskóla.
Snorri ræðir á bloggi sínu um „ólánsmanninn“ Anders Brevik sem myrti tugi manna í Noregi. Skiptir svo yfir á umræðu um baráttu Palestínumanna fyrir frelsi – en þá er ekki notað orðið „ólánsmenn“, þá skrifar Snorri “hryðjuverkamenn“.
Barnakennarinn Snorri.
Hann er andsnúinn flóttamannahjálp ef flóttamennirnir eru af „rangri gerð“ Hann skrifar gegn Palestínukonunum á Akranesi: „Við á Íslandi gætum þess vegna lent í því eftir heila öld að Akranes verði gert að sjálfstæðu ríki Múslima á Íslandi ef þeir fjölga sér og neita að lúta íslenskum lögum og reglum.“
Snorri, skólakennarinn á Akureyri þar sem nemendurnir eiga að læra um mannréttindi og umheiminn.
Hann er á móti trúfrelsi og atyrðir önnur trúarbrögð og skrifar að: „Okkar skylda er að endurhæfa Múslima til að virða kristin gildi og kristna trú.“
Snorri kennari í skóla þar sem umburðarlyndi og trúfrelsi er einn af grunnþáttum uppeldisins.
Hjalti, já rétt. það vantar að benda á þetta. Enda telja margir að af þessum sökum sé augljóst hvert Páll eða sá skrifar sé að fara. En gríska þyðingin á Leviticus 18:22 er:
,,kai meta arsenos ou koimēthēsē koitēn gunaikos bdelugma gar estin“
þetta bara breitir því ekki að ,,„arsenokoitai“ er nýyrði.
þar fyrir utan er eg ekki að reyna að halda fram að öll framseting Bíflíu sé hægt að koma fyrir í ,,pólitikal korrekkt“ þankagangi 21.aldar. Eg er eigi fylgjandi þeirri túlkunnarhefð eða túlkunnartilraunum.
Við vitum alvega að um allt annarskonar samfélög var að ræða.
Td. var ,,samkynhneigð“ í nútímamerkingu tæplega til staðar.