Mánudagur 13.02.2012 - 19:26 - Lokað fyrir ummæli

Tvískinnungur okkar gagnvart samkynhneigðum!

Snorri Óskarsson  er með afstöðu sinni gagnvart samkynhneigðum að velta stærri steinum en hann gerir sér grein fyrir.  Ég fæ ekki séð hvernig íslensk stjórnvöld geti í framtíðinni viðurkennt  sem lögaðila söfnuði  með það  viðhorf til samkynhneigðra sem hann lýsir.  Að samkynhneigð sé synd og laun hennar dauði.  Þessi afstaða flýgur í fangið á mannréttindasáttmála Evrópu þar sem öll mismunun er bönnuð án málefnaástæðu og þó ekki sé minnst á kynhneigð í íslensku stjórnarskránni þá fellur kynhneigð hiklaust undir 65. grein stjórnarskrár og 14. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem hefur lagagildi hér á landi.  Að vísu er trúin vernduð þar líka í 9. grein en með skilyrðum sem ganga út frá því að gætt sé hófs.

Tvískinnungur okkar gagnvart samkynhneigðum felst í því að við tölum tungu jafnréttis sem gerum engar athugasemdir við félög þ.m.t. trúfélög sem setja samkynhneigða skör lægra en annað fólk og felum þeimn lögbundin, virðuleg hlutverk.  Þessi félög halda því fram að  fólk þ.mt. börn sé lifandi villa!!  Það er m.a. út af þessum tvískinnungi að fordómar og fáfræði og þar með illska og hatur í garð samkynneigðra lifa góðu lífi í menningunni, ekki síst unglingamenningunni.

Forstöðumenn fjöldamargra íslenskra safnaða ættu að taka Gunnar í Krossinum sér til fyrirmyndar og hætta þessu forneskjurausi  og ganga í skrokk á sjálfum sér áður en samfélag mannréttinda sér sig tilneytt að svifta þá lögbundnum hlutverkum svo sem eins og að skíra, gifta og jarða, tala milli hjóna o.s. frv.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (38)

  • Helgi Viðar

    Jæja Baldur, þá er það hatrið á samkynhneigðum í menningunni.

    Fyrst ber þess að geta að hatrið beinist fyrst og fremst að samkynhneigðum körlum og kemur aðallega frá gagnkynhneigðum körlum. Andúðin á rætur í tilfinningu manna um hvað þeim finnst eðlilegt eða óeðlilegt – geðfellt eða ógeðfellt. Það er næsta víst að ef samkynhneigður karlmaður hefði uppi kynferðislega tilburði við gagnkynhneigðan karlmann mynd þeim fyrrnefna ekki verða vel tekið. Hinn gagnkynhneigði gæti hæglega fengið mikla óbeit á hinum samkynhneigða. Reyndar held ég að svona uppákomur séu fátíðar.

    Svo þykir mörgum karlmönnum þeir sem eru kvennlegir í háttum óeðlilegir og jafnvel ógeðslegir þannig að þeim hryllir við, ég tala nú ekki um ef þeir vita að viðkomandi stendur í kynferðissambandi við annan karlmann. Þetta er svo sjúkdómsgert af samkynhneigðum og kallað hommafóbía. Þessa upplifun margra karlmanna tel ég vera ástæðu þess að þessar harkalegar fordæmingar á samkynhneigð (samkynja mökum) rötuðu inn í Biblíuna.

    Að lokum er það svo árátta mannskepnunnar að veitast að þeim sem eru öðruvísi en fjöldinn. Enginn unglingspiltur sem vill vera maður með mönnum vill vera álitinn kerling. Þess vegna eru jafningjar þeirra sem eru samkynhneigðir ákjósanlegur skotspónn eineltis.

    Að halda að andúð á samkynhneigðum eigi rætur sínar að rekja til innrætingar í trúfélögum er fjarri lagi þar sem hún er ekki fyrir hendi þar. Mannhatur og mannfyrirliting fyrirfinnst ekki í kristinni kenningu eða boðun. Menn getur hins vegar grein á hvaða hegðun teljist synd og hvað ekki.

  • Eitt er öruggt. Það er að opinberun samkynhneigðar hefur aukist gríðarlega á síðustu árum. Hún mun aukast enn meir eftir því sem hún er „eðlilegri“. Hvað ef samkynhneigð blundar í mannskepnunni allri yfir höfuð. Er það kannski eitthvað sem forfeður okkar vissu um? Eða Guð?

  • Ég er auðvitað sammála því að svona tal er óþolandi – og fagna að fá svona afdráttarlausa afstöðu frá kirkjunnar manni.

    En, ef ég má vera erfiður, hvað með þá frambjóðendur til biskups sem ekki vilja viðurkenna réttindi samkynhneigðra?

    Og gildir þá ekki sama um kirkjuna ef einhver þeirra nær kjöri?

  • Ómar Kristjánsson

    Ja, við vitum hvernig fór fyrir Sódómu.

Höfundur