Mánudagur 13.02.2012 - 19:26 - Lokað fyrir ummæli

Tvískinnungur okkar gagnvart samkynhneigðum!

Snorri Óskarsson  er með afstöðu sinni gagnvart samkynhneigðum að velta stærri steinum en hann gerir sér grein fyrir.  Ég fæ ekki séð hvernig íslensk stjórnvöld geti í framtíðinni viðurkennt  sem lögaðila söfnuði  með það  viðhorf til samkynhneigðra sem hann lýsir.  Að samkynhneigð sé synd og laun hennar dauði.  Þessi afstaða flýgur í fangið á mannréttindasáttmála Evrópu þar sem öll mismunun er bönnuð án málefnaástæðu og þó ekki sé minnst á kynhneigð í íslensku stjórnarskránni þá fellur kynhneigð hiklaust undir 65. grein stjórnarskrár og 14. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem hefur lagagildi hér á landi.  Að vísu er trúin vernduð þar líka í 9. grein en með skilyrðum sem ganga út frá því að gætt sé hófs.

Tvískinnungur okkar gagnvart samkynhneigðum felst í því að við tölum tungu jafnréttis sem gerum engar athugasemdir við félög þ.m.t. trúfélög sem setja samkynhneigða skör lægra en annað fólk og felum þeimn lögbundin, virðuleg hlutverk.  Þessi félög halda því fram að  fólk þ.mt. börn sé lifandi villa!!  Það er m.a. út af þessum tvískinnungi að fordómar og fáfræði og þar með illska og hatur í garð samkynneigðra lifa góðu lífi í menningunni, ekki síst unglingamenningunni.

Forstöðumenn fjöldamargra íslenskra safnaða ættu að taka Gunnar í Krossinum sér til fyrirmyndar og hætta þessu forneskjurausi  og ganga í skrokk á sjálfum sér áður en samfélag mannréttinda sér sig tilneytt að svifta þá lögbundnum hlutverkum svo sem eins og að skíra, gifta og jarða, tala milli hjóna o.s. frv.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (38)

  • Ómar Kristjánsson

    Ps. þ.e.a.s. í framhaldi af hugleiðingu Benna, að þó vitum hvernig fór fyrir Sódómu. ,,Sódómískur“ er einmitt dregið af Sódómu.

  • Baldur Kristjánsson

    Vitaskuld Valgarðue! Fyrir þjóðkirkjuna gildir það sama og aðra. Ég hef áður viðrað þá skoðun að það standist ekki stjórnarskrá og mannrêttindasáttmála ef einstakir prestar vísi frá sér að gefa saman fólk á grundvelli kynhneigðar.

    Valgarður: er eitthvað í mínum skrifum sem fær þig til að álykta að ég haldi ekki þræði? Kv. B

  • Baldur, nei, alls ekki.. þú verður að fyrirgefa að mig langaði til að fá þetta afdráttarlaust, en þessi spurning var ekki skrifuð í þeim neikvæða tón eða tilgangi sem þú virðist taka henni.

    Þú hefur verið sjálfum þér samkvæmur þegar kemur að mannréttindum og ekkert undan því að klaga, þó mig minni að við höfum verið ósammála um málefni Reykjavíkur.

  • Helgi Viðar

    Um umdeilda setningu Snorra sem hefst svona „Kjarninn í sjónarmiði evangelískra er …“ vil ég segja þetta. Ég tel hana óheppilega og tæpast viðeigandi þar sem hún er til þess fallin að valda uppnámi, misskilningi og deilum og það vissi Snorri. Þá tel ég betra heima setið en af stað farið.

Höfundur