Mánudagur 13.02.2012 - 19:26 - Lokað fyrir ummæli

Tvískinnungur okkar gagnvart samkynhneigðum!

Snorri Óskarsson  er með afstöðu sinni gagnvart samkynhneigðum að velta stærri steinum en hann gerir sér grein fyrir.  Ég fæ ekki séð hvernig íslensk stjórnvöld geti í framtíðinni viðurkennt  sem lögaðila söfnuði  með það  viðhorf til samkynhneigðra sem hann lýsir.  Að samkynhneigð sé synd og laun hennar dauði.  Þessi afstaða flýgur í fangið á mannréttindasáttmála Evrópu þar sem öll mismunun er bönnuð án málefnaástæðu og þó ekki sé minnst á kynhneigð í íslensku stjórnarskránni þá fellur kynhneigð hiklaust undir 65. grein stjórnarskrár og 14. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem hefur lagagildi hér á landi.  Að vísu er trúin vernduð þar líka í 9. grein en með skilyrðum sem ganga út frá því að gætt sé hófs.

Tvískinnungur okkar gagnvart samkynhneigðum felst í því að við tölum tungu jafnréttis sem gerum engar athugasemdir við félög þ.m.t. trúfélög sem setja samkynhneigða skör lægra en annað fólk og felum þeimn lögbundin, virðuleg hlutverk.  Þessi félög halda því fram að  fólk þ.mt. börn sé lifandi villa!!  Það er m.a. út af þessum tvískinnungi að fordómar og fáfræði og þar með illska og hatur í garð samkynneigðra lifa góðu lífi í menningunni, ekki síst unglingamenningunni.

Forstöðumenn fjöldamargra íslenskra safnaða ættu að taka Gunnar í Krossinum sér til fyrirmyndar og hætta þessu forneskjurausi  og ganga í skrokk á sjálfum sér áður en samfélag mannréttinda sér sig tilneytt að svifta þá lögbundnum hlutverkum svo sem eins og að skíra, gifta og jarða, tala milli hjóna o.s. frv.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (38)

  • Börkur Gunnarsson

    Um miðbik tíunda áratugar síðustu aldar, nokkrum árum eftir fall múrsins í Berlín, spókaði ég mig ásamt vini mínum, innfæddum Berlínarbúa, um á breiðgötu Berlínar, Unter den Linden. Vinur minn dró mig út á Bebelplatz, en þar hafði minnismerki um bókabrennu nasista 10. maí 1933 verið komið fyrir. Yfir hundrað rithöfundar áttu bækur, sem villimenn Hitlers fleygðu á bálköstinn þennan dag. Þegar minnismerkinu var komið fyrir, voru fjórir þeirra enn á lífi og voru þeir fengnir til að ákveða umgjörð minnismerkisins. Minnismerkið er hvelfing ofan í torgið, en unnt er að rýna niður í hvelfingunar í gegnum þykka glerrúðu, sem er á torginu og gengið er á. Í hvelfingunni eru hvítmálaðar bókahillur fyrir u.þ.b 20.000 bækur, annað ekki. Allar hillurnar eru tómar, svo að við áhorfandanum blasir köld, tóm og steingeld veröld. Við hliðina á minnismerkinu er koparskjöldur með tilvitnun í Heinrich Heine: „….wo man Bücher verbrennt, verbrennt man am Ende auch Menschen“. (…þar sem bækur eru brenndar, brenna menn fólk að lokum.)

    Þegar ég stóð þarna og virti fyrir mér þetta látlausa, en áhrifamikla minnismerki, rifjaðist upp fyrir mér fréttir af geisladiskabrennu, sem Snorri nokkur Óskarsson stóð fyrir í Vestmannaeyjum, trúlega í árslok 1995. Tilurð þeirrar brennu var sú, að innihald geisladiskana samræmdist ekki trúarsannfæringu Snorra og hans safnaðar.

    Allir vita í dag, að Heinrich Heine reyndist því miður ótrúlega sannspár. Að bókabrennu lokinni, stóðu nasistar fyrir einum óskiljanlegasta glæp mannkynssögunnar, holocaust. Milljónum Gyðinga var útrýmt, en ýmsir aðrir fengu líka að fljóta með, svo sem sígaunar, pólitískir andstæðingar og samkynhneigðir. Svo var með í safninu hópur manna, sem nasistar kölluðu „Weltverbesserer“. Það voru ofstækisfullir bíblíupredikarar, sem vildu með góðu eða illu breyta heiminum eftir sinni prívat og persónulegu trúarsannfæringu.

    Því miður rifjast alltaf upp fyrir mér fyrrnefndu sorglegu atburðir, þegar Snorra Óskarsson ber á góma og rætt er um orð hans og athafnir.

  • Baldur Kristjánsson

    Valgzrður: Tek þessu ekkert neikvætt. varðandi Reykjavík: mig minnir að ég hafi viljað stíga varlegar til jarðar en þú. Annars er ég þar sammála skýrslu Ecrí sem kemur út í næstu viku.

  • Fyrir þjóðkirkjuna gildir það sama og aðra. Ég hef áður viðrað þá skoðun að það standist ekki stjórnarskrá og mannréttindasáttmála ef einstakir prestar vísi frá sér að gefa saman fólk á grundvelli kynhneigðar.

    Merkilegt. Nú situr þú á Kirkjuþingi, af hverju hefurðu ekki lagt fram mál a Kirkjuþingi þess efnis að prestar megi ekki framkvæma þetta mannréttindabrot?

  • Eitthvað klúðraðist tilvitnunin hjá mér. Fyrri efnisgreinin er tilvitnun í Baldur sjálfan.

Höfundur