Snorri Óskarsson er með afstöðu sinni gagnvart samkynhneigðum að velta stærri steinum en hann gerir sér grein fyrir. Ég fæ ekki séð hvernig íslensk stjórnvöld geti í framtíðinni viðurkennt sem lögaðila söfnuði með það viðhorf til samkynhneigðra sem hann lýsir. Að samkynhneigð sé synd og laun hennar dauði. Þessi afstaða flýgur í fangið á mannréttindasáttmála Evrópu þar sem öll mismunun er bönnuð án málefnaástæðu og þó ekki sé minnst á kynhneigð í íslensku stjórnarskránni þá fellur kynhneigð hiklaust undir 65. grein stjórnarskrár og 14. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem hefur lagagildi hér á landi. Að vísu er trúin vernduð þar líka í 9. grein en með skilyrðum sem ganga út frá því að gætt sé hófs.
Tvískinnungur okkar gagnvart samkynhneigðum felst í því að við tölum tungu jafnréttis sem gerum engar athugasemdir við félög þ.m.t. trúfélög sem setja samkynhneigða skör lægra en annað fólk og felum þeimn lögbundin, virðuleg hlutverk. Þessi félög halda því fram að fólk þ.mt. börn sé lifandi villa!! Það er m.a. út af þessum tvískinnungi að fordómar og fáfræði og þar með illska og hatur í garð samkynneigðra lifa góðu lífi í menningunni, ekki síst unglingamenningunni.
Forstöðumenn fjöldamargra íslenskra safnaða ættu að taka Gunnar í Krossinum sér til fyrirmyndar og hætta þessu forneskjurausi og ganga í skrokk á sjálfum sér áður en samfélag mannréttinda sér sig tilneytt að svifta þá lögbundnum hlutverkum svo sem eins og að skíra, gifta og jarða, tala milli hjóna o.s. frv.
Börkur Gunnarson. Það er vert að hugleiða þinn pistil í ljósi þess að nú er búið að henda Snorra út af moggablogginu. Er ekki mogginn með þessu að efla fasisma?
Nei, mogginn er að vernda minnihlutahóp gegn hatursáróðri!
Þú segir nokkuð Hjalti Rúnar!
Baldur, munurinn á þér og Snorra er að þú sýnir persónunni Snorra hatur á meðan hann beinir því ekki að tiltekinni manneskju, svo ég best veit. Með þínum rökum finnst mér að það ætti að útiloka þig frá allri umræðu.