Mánudagur 20.02.2012 - 11:39 - Lokað fyrir ummæli

Einar og Eva vekja upp höfuðsnilling!

Einar Steingrímsson og Eva Hauksdóttir hafa beint til mín og nokkurra annarra presta spurningunni hvers vegna við afneitum ekki því að Biblían sé heilög og tökum upp eitthvað annað eins Mannrêttindayfirlýsingu SÞ. Góð spurning atarna og svaraverð og er um leið spurning um eðli trúar og lögmál í fêlögum manna.  Þetta svar er aðeins fyllra en svarið sem ég sendi þeim og er að verða ágætur pistll, breytist næst í grein og endar sjálfsagt sem bók sem verður kennd um víða veröld.  Og þá munu menn segja við Einar og Evu: það var gott hjá ykkur að spyrja séra Baldur og vekja þar með upp þennan höfuðsnilling.

Ástæðan fyrir því að prestur reynir ekki að fá kirkju sína til að afneita biblíunni og taka upp eitthvað nýtískulegra eru auðvitað margar. Hann hefur fyrir það fyrsta undigengist vígslubréf þar sem honum er gert að:
………..boða Guðs orð rétt og hreint samkvæmt heilagri ritningu og í anda vorrar evangelísk-lútersku kirkju……….
Ritningin er sem sagt e.k. stjórnarskrá ósnertanleg, óumbreytanleg sem sagt heilög.  Sá sem vildi kasta henni og taka til dæmis upp Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna í staðinn yrði áhrifalaus og bent á dyrnar með ýmsum hætti þó á okkar tíð yrði hann hvorki hengdur né skotinn.
Hins vegar túlkum við burtu allt sem ekki fellur sæmilega að samtímaviðhorfum eftir viðurkenndum túlkunarhefðum  sem hafa þróast í aldanna rás og við getum meira að segja sett allt innihaldið upp á svið tákna og dæmisagna.  Í  okkar evangelísku trúarhefð væri sá helst negldur upp sem afneitaði upprisu Jesú Krists þó að í raunveruleikanum sé hún líka túlkuð táknrænt af mörgum í okkar frjálslyndu hefð.
Kristin kirrkja er stofnanabundin hefð, saga og allt er byggt í kringum ,,bókina“. Lúther áréttaði gildi bókarinnar. Þaðan kæmi boðskapur trúarinnar og atferli  trúaríkunarinnar en ekki frá stofnunni sem kemur sér vitaskuld alltaf upp trúarvafningum sem ganga í allar áttir og öðlast löggildingu hefðarinnar. 
Lútherismi  lyftir upp bókinni ef svo má segja. Boðskapinn finnur hinn kristni maður með því að pæla í biblíunni með öðrum í söfnuðinum item prestinum en ekki með því að hlýða útleggingu kirkjulegs yfirvalds. Aðferð Lúthers er því lýðræðisleg en leiðir af sér ýmiskonar vitleysu eins og lýðræði gerir alltaf.
(í okkar sið er því biskupsembættið áhrifaembætti  en ekki yfirráðaembætti og er þar kannski komin skýringin á því af hverju það virkar alls ekki í nútímanum).
Hins vegar eru hugmyndir um að láta Gamla Testamentið að sigla sinn sjó alkunnar enda er það trúarbók gyðinga og kristnir áttu kannski ekkert með það að taka það inn og hefnir sín kannski því sífellt erfiðara verður að telja nýjum kynslóðum trú um að þær eigi eitthvað erindi við það.
Nú: Ég álít að með því að loka biblíunni (kirkjuþing á 3ja eða 4. árhundraði) hafi kennilýður stuðlað að endalokum kristni. Það að fer ekki hjá því að bókin verður ekki auðveldari í matreiðslu eftir því sem tímar líða. Miklu betra hefð i verið að biblian væri opið bókasafn þar sem það besta á hverri tíð væri tekið inn og jafnvel misjafnt eftir löndum.  Í Biblíunni á  Íslandi væru til dæmis falleg trúarljóð eftir Sigurbjörn biskup og við værum að ræða þessi árin hvort að við ættum að fella passíusálmana  út vegna gyðingafordóma. Við værum löngu búin að losa okkur við Opinberunabókina og grisja Mósebækur og Konungabækur.
Vitlaust: Nei. 
Ný hugsun: Já.  Það var dómadagsvitleysa að loka biblíunni og mjög ójesúlegt því að ævistarf hans fólst í því að berja á því sem hafði verið lokað og harðlæst árhundruðum saman.
Nóg í bili.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (25)

  • Baldur Kristjánsson

    Ég er ekki að lýsa túlkunarhefð heldur raunveruleikanum eins og ég sé hann þ.e. Að biblían færist að kröfu tímans alltaf fjærnþví að mögulegt sé að taka hana bókstaflega. fræðin færa þetta í virðulegri búning. Annars er niebuhr nokkur frægur fyrir að fjalla um stöðuga víxlverkun kristni og menningar. Kristur breytir menningu. Menning breytir kristi.

    Það er bara greining mín á þeirri biblíuhefð sem er ríkjandi. Það er sem sagt óþarfi aðbhanga á meyfæðingunninen allt stendur og fellur með upprisunni. Án hennar er kristindómurinn eingöngu siðfræði er algeng framsetning.

    Mér er eiginlega alveg sama um aðskilnað en sé það mjög greinilega að þjóðkirkjufyrirkomulagið er barn síns tíma og líður undir lok.

  • Baldur, mér (og mér sýnist Valgarði líka) finnst undarlegt að tala um að þetta sé túlkun þegar þið hafnið því sem „ekki fellur sæmilega að samtímaviðhorfum“ . Er ekki raunin sú að þið bara hafnið þessum textum? Af hverju ekki að segja það frekar en að tala um að þið séuð að „túlka í burtu“?

    Ég held að þessu hafi verið svar til mín: „Það er bara greining mín á þeirri biblíuhefð sem er ríkjandi. Það er sem sagt óþarfi að hanga á meyfæðingunninen allt stendur og fellur með upprisunni. Án hennar er kristindómurinn eingöngu siðfræði er algeng framsetning.“

    Þú talar um að „hefðin leyfi“ eitthvað ekki og nú um „ríkjandi biblíuhefð“, en ég skil ekki alveg til hvers þú ert að vísa.

    Ertu að segja eitthvað á þá leið að maður getur verið prestur í Þjóðkirkjunni og hafnað meyfæðingunni, en ef maður hafnar upprisunni, að þá muni biskupinn senda manni bréf?

  • Baldur Kristjánsson

    Af hverju segirðu ,,þið“. Êg er að lýsa þessu eins og ég sé það og afklæði vihorfin orðskrúði. Með ríkjandi hefð er ég að vísa til hvernig ég skynja strauminn sem êg lifinog starfa í. Þetta er ekki tæmandi fræðiritgerð og lausu endarnir margir.

  • Ég held að heiðarlegast væri að Baldur leitaði sér að annarri vinnu.

    Einhverskonar blanda af húmanisma og heimagerðum vatnsgraut verður seint talinn til kristinnar kenningar.

    Er það hlutverk presta að túlka ritningarnar til að sætta þær við hvað vindurinn blæs fólki í hug á hverjum tíma?

    Ef svo er væri þá ekki eðlilegast að afskaffa kirkjuna og láta bara vindana blása án túlkunar lýðskrumara sem nenna ekki að vinna alvöru vinnu?

Höfundur