Mánudagur 20.02.2012 - 11:39 - Lokað fyrir ummæli

Einar og Eva vekja upp höfuðsnilling!

Einar Steingrímsson og Eva Hauksdóttir hafa beint til mín og nokkurra annarra presta spurningunni hvers vegna við afneitum ekki því að Biblían sé heilög og tökum upp eitthvað annað eins Mannrêttindayfirlýsingu SÞ. Góð spurning atarna og svaraverð og er um leið spurning um eðli trúar og lögmál í fêlögum manna.  Þetta svar er aðeins fyllra en svarið sem ég sendi þeim og er að verða ágætur pistll, breytist næst í grein og endar sjálfsagt sem bók sem verður kennd um víða veröld.  Og þá munu menn segja við Einar og Evu: það var gott hjá ykkur að spyrja séra Baldur og vekja þar með upp þennan höfuðsnilling.

Ástæðan fyrir því að prestur reynir ekki að fá kirkju sína til að afneita biblíunni og taka upp eitthvað nýtískulegra eru auðvitað margar. Hann hefur fyrir það fyrsta undigengist vígslubréf þar sem honum er gert að:
………..boða Guðs orð rétt og hreint samkvæmt heilagri ritningu og í anda vorrar evangelísk-lútersku kirkju……….
Ritningin er sem sagt e.k. stjórnarskrá ósnertanleg, óumbreytanleg sem sagt heilög.  Sá sem vildi kasta henni og taka til dæmis upp Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna í staðinn yrði áhrifalaus og bent á dyrnar með ýmsum hætti þó á okkar tíð yrði hann hvorki hengdur né skotinn.
Hins vegar túlkum við burtu allt sem ekki fellur sæmilega að samtímaviðhorfum eftir viðurkenndum túlkunarhefðum  sem hafa þróast í aldanna rás og við getum meira að segja sett allt innihaldið upp á svið tákna og dæmisagna.  Í  okkar evangelísku trúarhefð væri sá helst negldur upp sem afneitaði upprisu Jesú Krists þó að í raunveruleikanum sé hún líka túlkuð táknrænt af mörgum í okkar frjálslyndu hefð.
Kristin kirrkja er stofnanabundin hefð, saga og allt er byggt í kringum ,,bókina“. Lúther áréttaði gildi bókarinnar. Þaðan kæmi boðskapur trúarinnar og atferli  trúaríkunarinnar en ekki frá stofnunni sem kemur sér vitaskuld alltaf upp trúarvafningum sem ganga í allar áttir og öðlast löggildingu hefðarinnar. 
Lútherismi  lyftir upp bókinni ef svo má segja. Boðskapinn finnur hinn kristni maður með því að pæla í biblíunni með öðrum í söfnuðinum item prestinum en ekki með því að hlýða útleggingu kirkjulegs yfirvalds. Aðferð Lúthers er því lýðræðisleg en leiðir af sér ýmiskonar vitleysu eins og lýðræði gerir alltaf.
(í okkar sið er því biskupsembættið áhrifaembætti  en ekki yfirráðaembætti og er þar kannski komin skýringin á því af hverju það virkar alls ekki í nútímanum).
Hins vegar eru hugmyndir um að láta Gamla Testamentið að sigla sinn sjó alkunnar enda er það trúarbók gyðinga og kristnir áttu kannski ekkert með það að taka það inn og hefnir sín kannski því sífellt erfiðara verður að telja nýjum kynslóðum trú um að þær eigi eitthvað erindi við það.
Nú: Ég álít að með því að loka biblíunni (kirkjuþing á 3ja eða 4. árhundraði) hafi kennilýður stuðlað að endalokum kristni. Það að fer ekki hjá því að bókin verður ekki auðveldari í matreiðslu eftir því sem tímar líða. Miklu betra hefð i verið að biblian væri opið bókasafn þar sem það besta á hverri tíð væri tekið inn og jafnvel misjafnt eftir löndum.  Í Biblíunni á  Íslandi væru til dæmis falleg trúarljóð eftir Sigurbjörn biskup og við værum að ræða þessi árin hvort að við ættum að fella passíusálmana  út vegna gyðingafordóma. Við værum löngu búin að losa okkur við Opinberunabókina og grisja Mósebækur og Konungabækur.
Vitlaust: Nei. 
Ný hugsun: Já.  Það var dómadagsvitleysa að loka biblíunni og mjög ójesúlegt því að ævistarf hans fólst í því að berja á því sem hafði verið lokað og harðlæst árhundruðum saman.
Nóg í bili.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (25)

  • Ómar Harðarson

    Af öllum svokölluðum kraftaverkum og trúaratriðum í lifi Jesú legg ég einna mestan trúnað á tvennt. Annars vegar að betlarinn við götukantinn hafi getað tekið sæng sína og gengið. Þetta kraftaverk hefur endurtekið sig oft síðan í betlarastéttinni – þar sem blindir hafa fengið sjón og annað þess háttar.

    Hins vegar held ég að upprisan sé einna trúverðugust af öllum frásögnum nýja testamentisins. Sérstaklega þegar höfð er í huga eðli krossfestingarinnar eins og hún var stunduð af Rómverjum. Krossfestingin var ekki aðeins aftökuaðferð, hún var aðferð til að taka menn af lífi með kvalafullum og langdregnum hætti til að auka fælingarmáttinn. Það gat tekið menn allt frá einhverjum klukkutímum í nokkra daga að veslast upp. Jesú var tekinn niður samdægurs. Til er samtímafrásögn (nokkrum áratugum seinna eftir Josephus) um mann sem tekinn var niður og lifði af.

    Svo mun hafa farð fyrir Jesú eins og öðrum byltingarforingjum sem klúðra kúppinu eins rækilega og afgerandi eins og hann í Jerúsalem þessa páskahelgi. Hann nýtti sér tækifærið og lét sig hverfa. Eftir sáu fylgismennirnir í felum af hræðslu við yfrvöldin, banhungraðir og þjáðir af ofskynjunum (er ekki sakramentið, blóð og hold Krists frá þeim tíma?).

    Þó svo að ég telji báðar þessar frásagnir alls ekki ólíklegar sé ég hins vegar ekkert yfirnáttúrulegt við þær og allra síst eru þær ástæða til að kasta frá sér skynseminni og taka upp trú á Jésú Jósefsson. Til þess er meyfæðingin mun heppilegri. Þeir sem henni trúa hljóta að vera sanntrúaðir, eða alla vega auðtrúaðri en aðrir. Því þykir mér höfuðsnillingurinn ganga langt frá kristninni sem trúarbrögðum ef hann vill neita henni.

  • Hannes I. Hallgrímsson

    Já en Baldur, ert þú ekki á villigötum sem prestur?

    Mér sýnist þú frekar vera að boða fagnaðarerindið um ESB og heilaga ritningu þess sem er töfra- og alsælulyfið er nefnist Evra.

    Þú boðar að þeir sem trúi á að Evran sé lausn alls vanda og játist ESB muni hljóta í staðinn eilífa efnahagslega alsæluvist hér á Jarðríki.

  • Tek undir með ocram hér og Hannesi Hallgrímssyni.

    Þvílíkur boðskapur hjá þér, líberalprestur: „Ég álít að með því að loka biblíunni (kirkjuþing á 3ja eða 4. árhundraði) hafi kennilýður stuðlað að endalokum kristni. [!!!!!] Það að [sic] fer ekki hjá því að bókin verður ekki auðveldari í matreiðslu eftir því sem tímar líða. Miklu betra hefði verið að biblian væri opið bókasafn þar sem það besta á hverri tíð væri tekið inn og jafnvel misjafnt eftir löndum.“

    Þetta er svo ga-ga, að ég örvænti um þig, Baldur minn. Og svo viltu kasta út Opinberunarbókinni o.s.frv. Hver heldurðu að þú sért, maður?

    Biblían mun standa, meðan heimur stendur, en ónytjuorð þín fjúka út í buskann.

  • Í kristnifræðum er úti að aka,
    auglýsir sína kunnáttu slaka
    Baldur sem heiðnu heitir nafni
    og hafnar í vantrú Biblíusafni,
    falbýður eigin uppgerðarspeki –
    æ, þetta’ er svoddan fáfræðileki!

Höfundur