Þriðjudagur 21.02.2012 - 09:43 - Lokað fyrir ummæli

ECRI um moskur og mismunun!

Skýrsla ECRI um kynþáttafordóma á Íslandi er birt í dag. Þrjú megintilmæli ECRI eru þau að úthluta skuli samfélögum múslima landi og veita þeim byggingarleyfi fyrir moskur svo að þeir fái notið réttar síns skv. 9. grein mannréttindasáttmála Evrópu.   Þá eru íslensk stjórnvöld hvött til þess að að ljúka smíði lagafrumvarps um mismunun og gagnrýnd fyrir það að staðfesta ekki samningsviðauka nr. 12 við mannréttindasáttmála Evrópu en sá viðauki bannar alla  mismunun þ.m.t. launamisrétti milli kynja.  Þá er mælt fyrir að sett skuli í hegningarlög ákvæði sem mæla sérstaklega fyrir um það að meta beri það til refsihækkunar ef kynþáttafordómar liggja að baki broti.  ECRI kemur aftur eftir tvö ár og athugar hvort íslensk stjórnvöld hafi orðið við þessum tilmælum.

Margt fleirra athyglisvert er í skýrslunni sem ég mun týna upp á næstu dögum enda eitt af skilgreindum hlutverkum mínum sem sérfræðings í ECRI að vekja athygli á tilmælum nefndarinnar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (21)

  • Baldur Kristjánsson

    Veit ekki. Embættismenn segja það flókið en ég hygg að eina flókna í stöðunni sé að sjá fyrir afleiðingar. Einstaklingar myndu vinna fleiri mál t.d fyrir mannréttindadómstóli. Annars sé êg að danir og svíar eru sömu trassar og við en ,,nýfrjálsu“ ríkin staðfesta strax.
    Dómari við mannréttindadómstólinn hefur sagt mér að staðfesting sé mjög jákvæð fyrir launajafnréttisbaráttu og jafnrétti yfirleitt. 12. Greinin er sett að tihlutan dómstólsins og að vera ein af grunnstoðum hans.
    Eðlilegt að BB sinnti þessu ekki en VIÐ eigum að gera það en ég tala alltaf fyrir daufum eyrum. Kv.

  • Gætir þú ekki, síra Baldur, svona áhrifamikill maður, ekki knúið það í gegn, að kristnir menn í Saudi-Arabíu fái að reisa kirkjur þar í landi og flytja inn Biblíur, gegn því að múslimar á Íslandi fái hliðstæðan rétt hér á Íslandi? Á þetta nokkuð að gilda bara í aðra áttina?

    Eins er mjög æskilegt, að þú beitir þér fyrir því á alþjóðaráðstefnum, sem þú munt sækja, að Saudi-Arabar, Íranir o.fl. hætti að taka það fólk af lífi, sem gengur af múslimatú til að taka kristna trú. Þú hlýtur nú að mæla með mannréttindum þess fólks líka, ekki satt?

  • Hafsteinn

    Það er algjörlega tómt mál að tala um mannréttindi bara í eina áttina og er ég sammála Jóni Vali Jenssyni. Það á að þrýsta á múslíma að veita þessi réttindi.

  • Hafsteinn

    Þetta er auðvelt: Reykjavík og ein borg í hverju norrænu ríki stofna til vinaborgasambands við 5-6 borgir í múslimskum ríki. Múslimar fá að leygja lóð undir moskur hjá okkur/norrænu borgunum og við fáum í skiptum lóð undir kirkjur hjá þeim. Ef engin er gagnkvæmnin verður ekkert úr. Við skiptumst á réttindum. Ef verða leiðindi draga menn í land. Þetta tryggir frið og vináttu eins og góð viðskipti gera alltaf.

Höfundur