Skýrsla ECRI um kynþáttafordóma á Íslandi er birt í dag. Þrjú megintilmæli ECRI eru þau að úthluta skuli samfélögum múslima landi og veita þeim byggingarleyfi fyrir moskur svo að þeir fái notið réttar síns skv. 9. grein mannréttindasáttmála Evrópu. Þá eru íslensk stjórnvöld hvött til þess að að ljúka smíði lagafrumvarps um mismunun og gagnrýnd fyrir það að staðfesta ekki samningsviðauka nr. 12 við mannréttindasáttmála Evrópu en sá viðauki bannar alla mismunun þ.m.t. launamisrétti milli kynja. Þá er mælt fyrir að sett skuli í hegningarlög ákvæði sem mæla sérstaklega fyrir um það að meta beri það til refsihækkunar ef kynþáttafordómar liggja að baki broti. ECRI kemur aftur eftir tvö ár og athugar hvort íslensk stjórnvöld hafi orðið við þessum tilmælum.
Margt fleirra athyglisvert er í skýrslunni sem ég mun týna upp á næstu dögum enda eitt af skilgreindum hlutverkum mínum sem sérfræðings í ECRI að vekja athygli á tilmælum nefndarinnar.
Eru þá rök fyrir því að afnema kosningarétt kvenna hér á Íslandi vegna þess að konur í Saudi Arabíu hafa ekki kosningarétt ??
Er Saudi Arabía fyrirmynd sannkristinna í mannréttindamálum?
Það er ekkert óeðlilegt að flýta sér hægt. Mannréttindi múslima eru ekki fótum troðin. Þeir geta sótt um lóð og greitt fyrir bygginguna af samskotum. Það sem hefur að því er virðist sett þeim skorður er að fjármagn skuli sækja til vægast sagt harðsvíraðra samtaka í Saudí Arabíu sem setja þeim reglur og skilmála sem á viðsjárverðum tímum er talið varða við þjóðaröryggi Íslendinga. Við erum bara stórir í kjaftinum þegar við tölum niður til Ísraelsmanna. Það er raunverulegur skortur á þekkingu og fjármagni að fást við skipulega hryðjuverkastarfsemi hérlendis. Þetta er í raun sama ástæða og Hells Angels og Bandítos fá ekki að starfa hérlendis. Það er hinsvegar klárlega brot á félagaréttindum og mannréttindum þeirra sem vilja stunda þessa mannræktarklúbba. Það að hófsamir múslimar lenda í þessari aðstöðu er að þeir sjálfir hafa enga stjórna á öfgaöflunum sem ríða þar moskum. Það er því hreinlega af hugleysi sem við þversköllumst við af nákvæmlega sömu vanmáttarkennd og þjáir hófsama múslima sem sannarlega vilja lifa í friði og eflast af nýjum móði. Þeir hafa sinn djöful að draga. Það er ekki okkur að kenna.
Ég vona að þrátt fyrir áberandi klaufalega tvöfalda neitun mína í 1. setningunni sjái Baldur sér fært að svara spurningum mínum.
Ecri hefur gagnrýnt tyrki fyrir að virða ekki trúfrelsisákvæði. Og nú Ísland. Tyrkir beita einnig skipulagsákvæðum til þess að komast hjá því að leyfa kirkjur.