Þriðjudagur 21.02.2012 - 09:43 - Lokað fyrir ummæli

ECRI um moskur og mismunun!

Skýrsla ECRI um kynþáttafordóma á Íslandi er birt í dag. Þrjú megintilmæli ECRI eru þau að úthluta skuli samfélögum múslima landi og veita þeim byggingarleyfi fyrir moskur svo að þeir fái notið réttar síns skv. 9. grein mannréttindasáttmála Evrópu.   Þá eru íslensk stjórnvöld hvött til þess að að ljúka smíði lagafrumvarps um mismunun og gagnrýnd fyrir það að staðfesta ekki samningsviðauka nr. 12 við mannréttindasáttmála Evrópu en sá viðauki bannar alla  mismunun þ.m.t. launamisrétti milli kynja.  Þá er mælt fyrir að sett skuli í hegningarlög ákvæði sem mæla sérstaklega fyrir um það að meta beri það til refsihækkunar ef kynþáttafordómar liggja að baki broti.  ECRI kemur aftur eftir tvö ár og athugar hvort íslensk stjórnvöld hafi orðið við þessum tilmælum.

Margt fleirra athyglisvert er í skýrslunni sem ég mun týna upp á næstu dögum enda eitt af skilgreindum hlutverkum mínum sem sérfræðings í ECRI að vekja athygli á tilmælum nefndarinnar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (21)

  • Sammála Halla. Erum við ekki öll undir sömu lögum og reglu? Sagði ekki Jesú Kristur að við ættum að koma fram við aðra eins og við viljum að þeir komi fram við okkur. Er það ekki eina leiðin til friðar? Allar hamingjusamar manneskjur eru friðsamar, hverrar trúar sem er. Höldum þeim því hamingjusömum:)

  • Baldur Kristjánsson

    Ég verð líka að yrkja um Jón Val og gerist nú kveðskapur dýr:

    Jón Valur eldsnöggur
    Og hrímglöggur
    Höndla ver
    Ihaldssamur
    Umburðarlyndisglamur
    Í hans kristnu taugar fer.
    —–
    Höndla ver =maður

  • Af lestri flestra þessara pósti mætti ætla að menn héldu að moskan sé bara lítil sæt sveitarkirkja. Svona svipað og Strandakirkja, sem Séra Baldur þjónar af alúð eftir getu. En það er ekki þannig. Moskan er stjórnaraðsetur samhliða ríkisstjórnar, ríkisstjórnar múslímasamfélagsins. Það er því nær að tala um það í kenningunni um gagnkvæm samskipti að Íslendingar fengju að setja upp stjórnkerfi Íslands í Sádi Arabíu og öðrum Arabalöndum og flytja þangaðinn ,,flóttamenn“ sem vildu komast í olíugróðann og flyttu einnig með sér 17. júní og 1. des. eins og gerist með íslenska menningarhætti.

    Ef einhver heldur að ég sé að grínast, prófið þá að lesa eftirfarandi kafla í Kóraninum: 2, 4, 5, 8, 9.

    Guðmundur Franklín orðaði þetta nokkuð vel í dv.is nýlega þegar hann sagði að: ,,Múslímar lifa í öðrum heimi.“

  • Hannes I. Hallgrímsson

    Staðreyndin er sú að kristnin er sú trú sem er hvað mest ofsótt hér í heiminum.

    Allstaðar á kristnin í vök að verjast.

    Fyrir innrásina í Írak árið 2003 voru um 1,8 mio. kristinna í þar í landi.
    Nú í dag eru einungis um 300 þús. kristnir eftir í landinu, en þeir hafa orðið að flýja öfgasinnaða múslíma sem ofsækja þá.

    Í Egyptalandi eru kristnir ofsóttir og kirkjur þeirra brenndar. Ráðist er á kristið fólk og það oft á tíðum drepið.

    Það sama má segja um kristið fólk í Nígeríu, í Indónesíu og víðar í A-Asíu.
    Þar eru kirkjur þeirra brenndar og kristið fólk verður fyrir árásum og er oft drepið í þeim löndum sem múslímar eru í meirihluta.

    Og meira að segja í hina litla sæta og saklausa Íslandi á kristnin í vök að verjast.
    Skrifa á kristni út úr nýrri stjórnarskrá.

    Þar að auki hafa trúlausir og vinstrisinnaðir borgarfulltrúar í Reykjavík gert kristni útlæga úr skólum og stofnunum borgarinnar.

    Aftur á móti hafa þessi sömu borgaryfirvöld tekið múslímum fagnandi og hafa úthlutað þeim lóð undir mosku á einum besta stað í borginni, nefnilega þar sem að hún blasir við fólki þegar það keyrir inn í borgina.

    Ekki má heldur gleyma harða hríð samtaka eins og Vantrú að kristni hér á landi.

    Baldur, finnst þér þetta í lagi að kristið fólk sé ofsótt á þennan máta í heiminum?

    Ps. Ef þú ert ekki meðvitaður um þetta, kynntu þér skýrslur um þessi mál.

Höfundur