Miðvikudagur 22.02.2012 - 15:45 - Lokað fyrir ummæli

ECRI: Útlendingalög uppfylla ekki alþjóðleg viðmið!

ECRI gagnrýnir málsmeðferð gagnvart hælisleitendum þrátt fyrir breytingar sem urðu á árunum 2009 og 2010.  Nýju ákvæðin segir ECRI nokkuð flókin og skortir skýrleika.  ECRI ítrekar fyrri tilmæli um að hælisumsækjendum verði gert kleyft að kæra ákvarðanir um hælisumsóknir til óháðs og óhlutdrægs úrskurðaraðila., Harmað er að ekki skuli vera breytingar á 45. grein Útlendingalaga sem ECRI telur að brjóti í bága við 33. gr. 2. málsgrein flóttamannasamnings Sameinuðu Þjóðanna.  Um er að ræða  hvenær endursenda megi fólk til svæða þar sem líf þess er í hættu. Flóttamannasamningurinn segir ALDREI.  Íslensk lög gefa undantekningu.  Það má ef……. Fleira samræmist ekki alþjóðlegum viðmiðunum. Undarlegt að Íslensk stjórnvöld sem höfðu þó fyrir því að breyta ósanngjörnum lögum skuli ekki ganga alla leið og breyta lögum í samræmi við sáttmála og meðmæli Evrópuráðsins sett fram í tvígang. Er skýringin sú að óreyndir ráðherrar og fylgifiskar þeirra leita bara ráða hjá íhaldssömum lögfræðingum en ekki hjá mönnum eins og mér?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Takk fyrir að vekja athygli á þessu. Það vill svo til að ég get svarað spurningu þinni

    „Undarlegt að Íslensk stjórnvöld sem höfðu þó fyrir því að breyta ósanngjörnum lögum skuli ekki ganga alla leið og breyta lögum í samræmi við sáttmála og meðmæli Evrópuráðsins sett fram í tvígang. Er skýringin sú að óreyndir ráðherrar og fylgifiskar þeirra leita bara ráða hjá íhaldssömum lögfræðingum en ekki hjá mönnum eins og mér?“

    Skýringin, Baldur minn kær, er sú að íslensk stjórnvöld hafa túlkað burt úr sáttmála og tilmælum Evrópuráðsins, það sem hentar þeim ekki.

    Útlendingastofnun og Innanríkisráðuneytið ganga svo skrefinu lengra og túlka burt 45. grein útlendingalaganna.

    Það er vegna þessarar burttúlkunargleði sem Mohammed Lo hefur verið í felum á Íslandi í heila 7 mánuði.

Höfundur