Föstudagur 24.02.2012 - 11:26 - Lokað fyrir ummæli

Passíusálmar og gyðingahatur!!

Eg sé hjá Agli Helga og Vilhjálmi Erni Vilhjálmsyni að Wiesenthal stofnunin hefur ritað Páli Magnússyni bréf og krafist þess að Passíusálmarnir væru ekki lesnir í útvarp því að þeir væru uppfullir af gyðingahatri. Sem er alveg rétt.  Hallgrímur leggr það upp þannig að Gyðingar hafi drepið Jesú  og komandi kynslóðum muni hefnast fyrir. Og auðvitað skilar þetta  sér í fordómum.  Þeir sem efast um það minna mig á þöngulhausa sem halda því fram að auglýsingar  hafi ekki  áhrif.

Það er svo aftur annð mál að bôkmenntir 17. 18. og 19.  Aldar eru sneisafular af kynþáttafordómum enda var akurinn fyrir Hitler rækilega plægður á þessum árum.  Við getum ekki afneitað þessum bókmenntarfi sem er snar hluti af okkur sjálfum en eigum alltaf eins og alltaf þegar við sjáum eitthvað ljótt að vara börn við.  Og sem betur fer  sakar það börn ekki mikið sem sagt er á Rás 1 eftir 10.  Hlustendur flestir á hinum endanum og stimpl a sig óðum út.

Atugasemdir Wiesental stofnunrinnar eru samt þess virði að á þær sé hlutað. Allt í kringum okkur hoppa nýnasistar  úr örmum sögulausra mæðra og plægja akurinn fyrir framtíð mannhaturs.

 

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (47)

  • Það er eitt að viðurkenna að þetta sé til – en annað og ósmekklegt að hampa þessu sem einhverri „þjóðargersemi“ sem lesin er upp hátíðlega á hverju ári í útvarpi.

    Fyrir utan nú það að ég fæ ekki betur séð en að kveðskapurinn sé óttalega „hrákasmíð“.

  • Baldur Kristjánsson

    Mér hefur nú alltaf þótt Passíusálmarnir stirðlega kveðnir fyrir utan nokkra sálma!

  • Það er nú gott að Wiesenthal stofnunin þarf ekki að hafa áhyggjur af verri málum…

  • Ómar Kristjánsson

    Það er dáldið til í því að gyðingar ríða ekki feitum hesti frá Salmunum – en þetta er að mínu mati dáldið sniðulega ort. það er líka bara sko, ótrúlegt hve gamalt þetta er. Að við erum að tala um eitthvað fleiri hundru ár. Eitthvað 350 ár. það er eitthvað tímaleysi í þeim. Snilldin kannski er – að þetta er ekkert svo vel gert. það er eins og tilfinningin sé aðalatriðið. þetta er einlægt. Að mínu áliti.

    Lausnarans venju lær og halt,
    lofa þinn guð og dýrka skalt.
    Bænarlaus aldrei byrjuð sé
    burtför af þínu heimili.

    (Að þarna tekir maður eftir að það er eins og seinasta línan rími ekki alveg. Ekki láta blekkjast! Uppá gamla lagið var þetta: Heimile. Og sennilega á undan sje.)

Höfundur