Eg sé hjá Agli Helga og Vilhjálmi Erni Vilhjálmsyni að Wiesenthal stofnunin hefur ritað Páli Magnússyni bréf og krafist þess að Passíusálmarnir væru ekki lesnir í útvarp því að þeir væru uppfullir af gyðingahatri. Sem er alveg rétt. Hallgrímur leggr það upp þannig að Gyðingar hafi drepið Jesú og komandi kynslóðum muni hefnast fyrir. Og auðvitað skilar þetta sér í fordómum. Þeir sem efast um það minna mig á þöngulhausa sem halda því fram að auglýsingar hafi ekki áhrif.
Það er svo aftur annð mál að bôkmenntir 17. 18. og 19. Aldar eru sneisafular af kynþáttafordómum enda var akurinn fyrir Hitler rækilega plægður á þessum árum. Við getum ekki afneitað þessum bókmenntarfi sem er snar hluti af okkur sjálfum en eigum alltaf eins og alltaf þegar við sjáum eitthvað ljótt að vara börn við. Og sem betur fer sakar það börn ekki mikið sem sagt er á Rás 1 eftir 10. Hlustendur flestir á hinum endanum og stimpl a sig óðum út.
Atugasemdir Wiesental stofnunrinnar eru samt þess virði að á þær sé hlutað. Allt í kringum okkur hoppa nýnasistar úr örmum sögulausra mæðra og plægja akurinn fyrir framtíð mannhaturs.
Jú, kæri Baldur, þannig upphófst þessi þvættingur allur. Séra Hallgrímur Pétursson var sakaður um gyðingahatur af Wiesenthal – eða hvernig hefði gyðingahatur mátt komast inn í skáldskap hans, án hans hjálpar?
En gott að við erum sammála um að séra Hallgrímur hafi ekki verið gyðingahatari.
Með kærri kveðju yfir ósinn!
Allt í lagi Guðmundur, tölum um „gyðingaandúð“ þá.
Lúther tengdist umræðunni á þann hátt að þú komst með þau rök að Hallgrímur gæti ekki hafa verið haldinn „gyðingaandúð“ af því að hann trúði því að Jesús og lærisveinar hans hefðu verið gyðingar. Ég benti á Lúther, einn alræmdasta gyðingahatara sögunnar, til að hrekja þau rök.
Þetta er nú ljóta ruglið að finna það út gyðingahatur í passíusálmunum og það er ofar mínum skilningi að guðfræðingur og þjónn þjóðkirkjunnar skuli taka undir. Vigfús Þór Árnason prestur í Grafarvogi var í viðtali í Reykjavík síðdegis og rekur hann ekki mynni til haturs í textum Hallgríms. Í kirkju Vigfúsar eru pássíusálmarnir upplesnir um hverja páska af lærðum og leikum.
– – – –
Gyðingahatur fyrirfinnst auðvitað hér á landi, því miður, en séra Hallgrímur Pétursson er alveg saklaus af þeim glæp. Fordómar gagnvart Gyðingum hér á landi koma minnst frá kristnum fullyrði ég. Uppsprettan er frekar pólitísk vinstrisinnuð, sósíal-kratísk, eins og annars staðar á Norðurlöndum – með með taka afstöðu á annan veginn í deilum Ísraels og Palestínuaraba. Þaðan kemur hatrið gagnvart Gyðingum sem er svo margsoðið í landann af einhliða fréttaflutningi hérlendra miða, ekki síst RÚV þar sem Gunnar Hrafn Jónsson fréttamaður sér einn um að miðla skoðunum sínum í landann f.h. palestínuaraba og þá gegn Gyðingum/Ísraelum. Íslenskur ráðherra hefur meira að segja heimsótt forsvarsmenn Hamas sem flestar vestrænar þjóðir telja hryðjuverkasamtök. Er skrýtið að Gyðingar telja Íslendinga anti-semitism? Fulltrúar íslenskra stjórnvalda sátu undir gyðingahatursræðu Íransforseta á SÞ þegar fulltrúar flestra yfirgáfu salinn svo ofbauð þeim gyðingahatrið. En auðvitað ekki fulltrúar Össurar.
Hvað næst? Forsætisráðherra Ítalíu skrifar Páli Magnússyni bréf vegna þess að Rómverjar fá „slæma útreið“ í kveðskap séra Hallgríms?