Föstudagur 24.02.2012 - 11:26 - Lokað fyrir ummæli

Passíusálmar og gyðingahatur!!

Eg sé hjá Agli Helga og Vilhjálmi Erni Vilhjálmsyni að Wiesenthal stofnunin hefur ritað Páli Magnússyni bréf og krafist þess að Passíusálmarnir væru ekki lesnir í útvarp því að þeir væru uppfullir af gyðingahatri. Sem er alveg rétt.  Hallgrímur leggr það upp þannig að Gyðingar hafi drepið Jesú  og komandi kynslóðum muni hefnast fyrir. Og auðvitað skilar þetta  sér í fordómum.  Þeir sem efast um það minna mig á þöngulhausa sem halda því fram að auglýsingar  hafi ekki  áhrif.

Það er svo aftur annð mál að bôkmenntir 17. 18. og 19.  Aldar eru sneisafular af kynþáttafordómum enda var akurinn fyrir Hitler rækilega plægður á þessum árum.  Við getum ekki afneitað þessum bókmenntarfi sem er snar hluti af okkur sjálfum en eigum alltaf eins og alltaf þegar við sjáum eitthvað ljótt að vara börn við.  Og sem betur fer  sakar það börn ekki mikið sem sagt er á Rás 1 eftir 10.  Hlustendur flestir á hinum endanum og stimpl a sig óðum út.

Atugasemdir Wiesental stofnunrinnar eru samt þess virði að á þær sé hlutað. Allt í kringum okkur hoppa nýnasistar  úr örmum sögulausra mæðra og plægja akurinn fyrir framtíð mannhaturs.

 

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (47)

  • Baldur Kristjánsson

    Guðmundur St. láttu nú ekki eins og þú hafirvaldrei lesið fræðigreinar um gyðingaandúð 16.17. og 18. aldar og smitaðist inn í helg sem óhelg rit eða bollaleggingar um anti semetisma í Jóhannesarguðspjalli, hjá Lúther og í passiusalmunum íslensku. þessi umræða er ekkert ný.

  • Passíusálmarnir eru eitt af því helsta sem hefur varðveist af skáldskap þess tíma sem þeir eru ortir. Þeir hafa ótvírætt sögulegt og bókmenntalegt gildi en eru ekki neinn sérstaklega góður vegvísir fyrir siðferðislegar pælingar frekar en annar forn boðskapur. Önnur dæmi um slík bókmenntaverk eru Íslendingasögurnar og Biblían.

    Í stað þess að reyna að afneita fornum bókmenntaverkum færi betur á því að sjá endurspeglast í þeim þær stórkostlegu siðferðislegu framfarir sem samfélagið okkar hefur tekið.

  • Sigurhjörtur Freyr

    Baldur Kristjánsson
    24.2 2012 @ 12:30
    Mér hefur nú alltaf þótt Passíusálmarnir stirðlega kveðnir fyrir utan nokkra sálma!

    Þetta er nú frekar stirðlega sagt séra Baldur, ég vona að þú sért betur máli farinn svona dags daglega. Annars erum við sem þjóð frekar fátæk af miðalda skáldskap þökk sé þinni lútersku kirkju og sérlega merkilegt að sjá þig sem hennar þjón níða þó það litla sem til er og almennt er viðurkennt sem þjóðargersemi. Og líka gaman að lesa manninn sem orti „í nótt ég ætla að ríða þér í nótt“ og fleiri perlur fjasa um vondan kveðskap. Skeit nú sú músin sem ekkert rassgatið hafði hefði einhver sagt.

  • Baldur Kristjánsson

    Sigurhjörtur minn! farðu uppí aftur. þú átt ekkert með það aðvfara inn á annarra manna síður með dónaskap!

Höfundur