Eg sé hjá Agli Helga og Vilhjálmi Erni Vilhjálmsyni að Wiesenthal stofnunin hefur ritað Páli Magnússyni bréf og krafist þess að Passíusálmarnir væru ekki lesnir í útvarp því að þeir væru uppfullir af gyðingahatri. Sem er alveg rétt. Hallgrímur leggr það upp þannig að Gyðingar hafi drepið Jesú og komandi kynslóðum muni hefnast fyrir. Og auðvitað skilar þetta sér í fordómum. Þeir sem efast um það minna mig á þöngulhausa sem halda því fram að auglýsingar hafi ekki áhrif.
Það er svo aftur annð mál að bôkmenntir 17. 18. og 19. Aldar eru sneisafular af kynþáttafordómum enda var akurinn fyrir Hitler rækilega plægður á þessum árum. Við getum ekki afneitað þessum bókmenntarfi sem er snar hluti af okkur sjálfum en eigum alltaf eins og alltaf þegar við sjáum eitthvað ljótt að vara börn við. Og sem betur fer sakar það börn ekki mikið sem sagt er á Rás 1 eftir 10. Hlustendur flestir á hinum endanum og stimpl a sig óðum út.
Atugasemdir Wiesental stofnunrinnar eru samt þess virði að á þær sé hlutað. Allt í kringum okkur hoppa nýnasistar úr örmum sögulausra mæðra og plægja akurinn fyrir framtíð mannhaturs.
,, . . . úr örmum sögulausra mæðra . .“??
Hvað skyldi þetta eiga að þýða?
Hrópaði Jesús hátt í stað,
holds megn og kraftur dvínar:
„‘Ég fel minn anda,“ frelsarinn kvað,
„faðir, í hendur þínar.“
Ef þetta er ekki klassík, er klassík ekki til.
Segðu Marilyn. Og Valgarður sem berst fyrir málfrelsi á sinni síðu birtist hér smekkfullur af heilagri vandlætingu. Það má hlægja að þessu – enn sem komið er.
Hvað ætli spretti af þvaðri sem fram gengur af munni heilalausra feðra?