Eg sé hjá Agli Helga og Vilhjálmi Erni Vilhjálmsyni að Wiesenthal stofnunin hefur ritað Páli Magnússyni bréf og krafist þess að Passíusálmarnir væru ekki lesnir í útvarp því að þeir væru uppfullir af gyðingahatri. Sem er alveg rétt. Hallgrímur leggr það upp þannig að Gyðingar hafi drepið Jesú og komandi kynslóðum muni hefnast fyrir. Og auðvitað skilar þetta sér í fordómum. Þeir sem efast um það minna mig á þöngulhausa sem halda því fram að auglýsingar hafi ekki áhrif.
Það er svo aftur annð mál að bôkmenntir 17. 18. og 19. Aldar eru sneisafular af kynþáttafordómum enda var akurinn fyrir Hitler rækilega plægður á þessum árum. Við getum ekki afneitað þessum bókmenntarfi sem er snar hluti af okkur sjálfum en eigum alltaf eins og alltaf þegar við sjáum eitthvað ljótt að vara börn við. Og sem betur fer sakar það börn ekki mikið sem sagt er á Rás 1 eftir 10. Hlustendur flestir á hinum endanum og stimpl a sig óðum út.
Atugasemdir Wiesental stofnunrinnar eru samt þess virði að á þær sé hlutað. Allt í kringum okkur hoppa nýnasistar úr örmum sögulausra mæðra og plægja akurinn fyrir framtíð mannhaturs.
Guðmundur, þau rök, að fólk sem að „var það fullljóst að Jesús var gyðingur – og hans helstu fylgismenn eftir hans dag“ geti ekki verið haldnir gyðingahatri gengur ekki upp.
Lúther, vissi þetta líka, er það ekki? Ég vona að þú farir ekki að halda því fram að hann hafi ekki verið gyðingahatari.
það er náttúrulega rétt, að i Sálmunum er gyðingum eins og stillt upp sem tákni fyrir hið illa. í mjög stuttu máli. Minnir eg hafa séð slíka greiningu hjá Vantrú – og það er mikið til í henni, að mínu mati. Og áhugavert pælingarnar um að Hallgrímur hafi kynnst viðhorfum til Gyðinga útí Evrópu á þeim tíma. En Vatrú er auðvitað bara að þessu til að koma höggi á trúna eins og gefur að skilja.
Að svo segja sumir. að þetta standi allt í Bíflíu, en sko að Hallgrímur tálgar þetta dáldið til eins og að ofan er minnst á. þetta verður svo skarpt. Skýrar línur.
Eins virðist hann gera lítið sem ekkert með aðkomu Rómarverja að málefnum Krists.
Sem dæmi má nefna fyrirsögn á 5. sálmi ,,Um komu Gyðinga i grasgarðinn“. þar er tónninn sleginn fyrir það sem koma skal.
Ofansagt breitir því samt ekki að það er einhver snilld í þessu. Galdur.
því miður þá hefur Jóhannesarguðspjall kynnt undir Gyðingaandúð með skelfilegum afleiðingum eins og við þekkjum. Guðspjallið ber merki þess að vera ritað Litlu Asíu við ógnvekjandi kringumstæður í garð hins þá litla kristna safnaðar. Andrúm þessa guðspjall endurómar í Passiusálmum finnst mér. Og ácþátt í því að viðhalda og skapa andúð á Gyðingum og það bitnar m.a. á gömlum, góðum konum í Amsterdam og grafstæðum barna þeirra. Öll andúð á fólki vegna uppruna etc. er af hinu illa og við hljótum að mega ræða það hvaðan hún komi án þess að einhverjar trúarlöggur fari á kreik. Við látum trúarlöggurnar ekki hafa áhrif á okkur enda eru þær ekkert trúaðri eða merkilegri en aðrir
Þetta er skondið bréf frá Wiesenthal stofnuninni. Mikið talað um „tolerance“ í bréfhausnum og svo er talað un Frú Vigdísi sem sáluga (late president).
Einhvern veginn er mér fyrirmunað að taka bréfið alvarlega og af því ég er svo illa innrættur og illa uppalinn ætla ég að sítera Lee sáluga Marvin úr kúrekamynd og segja: „Fuck you and the horse you rode in on Mister Wiesendahl Foundation, Sir.“